Golf

Day kom, sá og sigraði á Players

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jason Day fagnar sínum öðrum risatitli.
Jason Day fagnar sínum öðrum risatitli. vísir/getty
Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti.

Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi.

Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari.

Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti.

Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari.

Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×