Þróttur fær enskan reynslubolta Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2016 19:41 Morgan í leik með Wycombe. vísir/getty Þróttur er búinn að finna arftaka Emils Atlasonar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla, en enskur framherji gekk í raðir Þróttar í dag. Dean Morgan, 32 ára gamall enskur framherji, skrifaði undir samning út tímabilið við Þrótt, en hann hefur spilað yfir 440 leiki á 16 ára atvinnumannaferli sínum. Englendingurinn hefur meðal annars spilað með Reading, Luton, Crewe Alexandra, MK Dons, Aldershot, Chesterfield, Oxford United, Southend og Wycombe Wanderers. Hann á sömuleiðis að baki nokkra leiki með landsliði karabíska eyríkisins Montserrat, en hann er gjaldgengur þar gegnum móður sína sem er þaðan. „Það var mjög mikilvægt að styrkja sóknarlínu okkar í kjölfarið á meiðslum Emils Atlasonar, sem spilar ekki meira í sumar. Stjórn knattspyrnudeildar á skilið mikið lof fyrir að bregðast hratt við því áfalli," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Dean Morgan kom til landsins fyrr í dag og lítur vel út. Ef allt gengur upp, þá mun hann spila fyrir okkur strax í næsta leik. Ég er hæstánægður með að hafa krækt í þennan gæðaleikmann. Hann er snjall, leikinn, þaulreyndur og verður frábær viðbót við okkar góða hóp." Morgan er, eins og Gregg segir, kominn til Íslands og er hann ánægður með það sem hann hefur séð, en hann spilaði með Ívari Ingimarssyni hjá Reading. „Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Ég hef þegar fengið útsýnistúr um Laugardal og skil vel að hann sé kallaður hjartað í Reykjavík. Ég er alinn upp í Tottenham-hverfinu í London og umhverfið þar er ekki ósvipað. Hlakka til þess að æfa og keppa með Þrótti," sagði Morgan og hélt áfram: „ Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til að taka þetta félag áfram og upp. Það verður líka gaman að eignast nýja vini og mikil tilhlökkun að hitta minn gamla liðsfélaga frá Wycombe Wanderers, Sebastian Svard. Ég spilaði enn fremur með Ívari Ingimarssyni hjá Reading, þannig að ég þekki aðeins til Íslands." Þróttarar spila við Breiðablik á þriðjudag, en þeir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir fengu 6-0 skell í síðustu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Þróttur er búinn að finna arftaka Emils Atlasonar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla, en enskur framherji gekk í raðir Þróttar í dag. Dean Morgan, 32 ára gamall enskur framherji, skrifaði undir samning út tímabilið við Þrótt, en hann hefur spilað yfir 440 leiki á 16 ára atvinnumannaferli sínum. Englendingurinn hefur meðal annars spilað með Reading, Luton, Crewe Alexandra, MK Dons, Aldershot, Chesterfield, Oxford United, Southend og Wycombe Wanderers. Hann á sömuleiðis að baki nokkra leiki með landsliði karabíska eyríkisins Montserrat, en hann er gjaldgengur þar gegnum móður sína sem er þaðan. „Það var mjög mikilvægt að styrkja sóknarlínu okkar í kjölfarið á meiðslum Emils Atlasonar, sem spilar ekki meira í sumar. Stjórn knattspyrnudeildar á skilið mikið lof fyrir að bregðast hratt við því áfalli," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Dean Morgan kom til landsins fyrr í dag og lítur vel út. Ef allt gengur upp, þá mun hann spila fyrir okkur strax í næsta leik. Ég er hæstánægður með að hafa krækt í þennan gæðaleikmann. Hann er snjall, leikinn, þaulreyndur og verður frábær viðbót við okkar góða hóp." Morgan er, eins og Gregg segir, kominn til Íslands og er hann ánægður með það sem hann hefur séð, en hann spilaði með Ívari Ingimarssyni hjá Reading. „Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Ég hef þegar fengið útsýnistúr um Laugardal og skil vel að hann sé kallaður hjartað í Reykjavík. Ég er alinn upp í Tottenham-hverfinu í London og umhverfið þar er ekki ósvipað. Hlakka til þess að æfa og keppa með Þrótti," sagði Morgan og hélt áfram: „ Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til að taka þetta félag áfram og upp. Það verður líka gaman að eignast nýja vini og mikil tilhlökkun að hitta minn gamla liðsfélaga frá Wycombe Wanderers, Sebastian Svard. Ég spilaði enn fremur með Ívari Ingimarssyni hjá Reading, þannig að ég þekki aðeins til Íslands." Þróttarar spila við Breiðablik á þriðjudag, en þeir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir fengu 6-0 skell í síðustu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira