Öllum fimm leikjum dagsins er lokið í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, en Haukar gerðu sér lítið fyrir og skelltu meistarakandídötunum í KA, 4-1.
Staðan var markalaus í hálfleik, en heimamenn vörðust fimlega og gestirnir náðu lítið sem ekkert að skapa sér af færum.
Á sjö mínútna kafla, frá 63. mínútu til 70. mínútu, gerðu Haukarnir þrjú mörk og voru komnir í kjörstöðu áður en Juraj Grizelj minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Arnar Aðalgeirsson var ekki á því að hleypa norðanmönnum inn í leikinn, en hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Hauka þrettán mínútum fyrir leikslok.
Lokatölur 4-1, en þetta var fyrsti sigur Hauka. KA er með þrjú stig.
Þór og Fram gerðu markalaust jafntefli fyrir norðan. Þetta voru fyrstu stig liðanna í deildinni, en þau töpuðu bæði sínum fyrstu leikjum.
Úrslit og markaskorarar (fengnir frá úrslit.net):
Þór - Fram 0-0
Haukar - KA 4-1
1-0 Arnar Aðalgeirsson (63.), 2-0 Elton Barros - víti (65.), 3-0 Haukur Ásberg Hilmarsson (70.), 3-1 Juraj Grizelj (75.), 4-1 Arnar Aðalgeirsson (77.).
Haukar skelltu KA | Sjáðu mörkin
Tengdar fréttir
Leiknir R. með fullt hús | Fjarðabyggð vann grannaslaginn
Þremur af fimm leikjum dagsins er lokið í Inkasso-deildinni í knattspyrnu. Leiknir, Fjarðabyggð og Keflavík unnu góða sigra.