Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:27 Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann. vísir/anton brink Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira