Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 16. maí 2016 22:30 Kenan Turudija, leikmaður Ólsara. vísir/vilhel Víkingur Ó. komst í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með öruggum 3-0 sigri á ÍA í Vesturlandsslag á Ólafsvíkurvelli. William Dominguez da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea Acame skoruðu mörk Ólsara sem hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Einar Hjörleifsson átti frábæran leik í marki Víkinga og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni í seinni hálfleik. Skagamenn áttu afar erfitt uppdráttar í leiknum en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.Af hverju vann Víkingur? Leikáætlun Ejubs Purusevic gekk nær fullkomlega upp. Ólsarar skoruðu snemma og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu Skagamenn af veikum mætti að sækja. Vörn heimamanna var hins vegar sterk og þeir voru ávallt hættulegir þegar þeir sóttu. Víkingar spiluðu allan fótboltann í leiknum og létu boltann oft ganga vel á milli sín. Uppspil heimamanna var mun markvissara en gestanna og þeir höfðu einfaldlega fleiri möguleika í sóknarleiknum.Þessir stóðu upp úr Einar Hjörleifsson stóð í marki Víkinga í stað Cristans Martínez Liberato og átti frábæran leik. Einar varði í fjórgang vel frá Garðari Gunnlaugssyni, skot í fyrri hálfleik, þar sem boltinn var hugsanlega inni, víti í seinni hálfleik og frákastið af því og loks skalla frá framherjanum öfluga. William Dominguez da Silva átti einnig skínandi leik sem og Pontus Nordenberg í vinstri bakverðinum. Í raun stóðu allir leikmenn Ólsara fyrir sínu en sú var ekki raunin hjá ÍA.Hvað gekk illa? Allt hjá ÍA. Varnarleikurinn sem var fínn í síðustu tveimur leikjum var tæpur og enn og aftur fengu Skagamenn á sig mörk eftir fyrirgjafir. Uppspilið er svo sér kapítuli út af fyrir sig. Skagamenn voru afar óþolinmóðir með boltann og voru fljótir að setja hann fram. Löngu boltarnir ollu Ólsurum ekki miklum vandræðum og samvinna Garðars og Martins Hummervoll skilaði litlu fjórða leikinn í röð.Hvað gerist næst? Víkingar sækja Fjölnismenn heim og geta farið upp í 13 stig með sigri. Þeir fengu 17 stig í 22 leikjum þegar þeir voru síðast í Pepsi-deildinni. Eftir leikinn talaði Ejub um að Ólsarar þyrftu 15 stig í viðbót til að vera öruggir með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Skagamenn mæta stigalausum Fylkismönnum á heimavelli í botnslag í næstu umferð þar sem bæði lið mæta særð til leiks.Ejub: Þetta er óvenjuleg staða Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum ánægður með stigin þrjú sem hans menn fengu gegn ÍA í kvöld. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við byrja mjög vel og skorum snemma. Það voru margir kaflar í leiknum sem voru þokkalega góðir. „Við skorum þrjú mörk og höldum hreinu, þetta var draumaleikur,“ sagði Ejub. „Við unnum þennan leik sem lið en ekki einstaklingar,“ bætti Ejub við. Ólsarar sitja núna á toppi Pepsi-deildarinnar. En hvernig er að vera þjálfari toppliðsins? „Þetta er óvenjuleg staða og mjög sérstakt. Þetta er rosalega gaman og þótt við verðum ekki á toppnum nema í einn sólarhring eða út vikuna,“ sagði Ejub. „Við vitum hver okkar markmið eru og vitum að við þurfum allavega 15 stig í viðbót,“ sagði þjálfarinn að lokum.Gunnlaugur: Engin örvænting „Úrslitin segja sína sögu. En þrátt fyrir það fengum við fjölmörg færi til að koma okkur inn í leikinn. Það eru vonbrigði að hafa ekki nýtt eitt af þeim, þá hefði leikurinn örugglega þróast öðruvísi,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tapið í Ólafsvík í kvöld. „Þessi þétta holning sem við sýndum í síðasta leik [gegn Fjölni] og stærstan hluta FH-leiksins náðist ekki í dag. Við gáfum þeim kannski aldrei þann slag sem við ætluðum að gefa þeim. „Aftur á móti vorum við að skapa færi og ég veit ekki hvort það sé rétt að boltinn hafi verið inni í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnlaugur. Skagamenn hafa aðeins náð í þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildarinnar en þrátt fyrir það segir Gunnlaugur að það sé ekki komin krísa á Skaganum. „Neinei, alls ekki. Við eigum heldur betur stórleik í næstu umferð gegn Fylki. Það er engin örvænting, við þurfum bara að búa okkur undir þann leik og koma okkur aftur í gang,“ sagði Gunnlaugur að endingu.Einar: Er ekki best að vera á toppnum? Einar Hjörleifsson stóð heldur betur fyrir sínu í marki Víkings Ó. í 3-0 sigrinum á ÍA í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. „Ég er ofboðslega glaður og sáttur með þessi þrjú stig,“ sagði markvörðurinn þrautreyndi eftir leikinn. Með sigrinum skutust Víkingar á topp Pepsi-deildarinnar og þar finnst þeim gott að vera segir Einar. „Er ekki best að vera á toppnum? Þetta er fín tilfinning og við njótum augnabliksins og reynum að halda þessu gangandi,“ sagði Einar sem varði vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni í seinni hálfleik. En giskaði hann á rétt horn eða las hann Garðar? „Veistu, ég veit það ekki. Stundum fær maður bara einhverja tilfinningu. Ég fór bara þarna, ég veit ekkert hvort ég las hann en ég varði vítið,“ sagði Einar sem varði einnig frákastið frá Garðari. „Það var meira að segja betra ef eitthvað var. Ég var eiginlega vonsvikinn að hafa ekki gripið vítið því það var svo laust,“ sagði markvörðurinn sem er þekktur vítabani. Margir vildu meina að boltinn hafa verið inni þegar Einar varði frá Garðari í fyrri hálfleik. Hann er ekki sammála því. „Mitt kalda og heiðarlega mat er að hann var aldrei farinn inn. Ég segi það og stend við það,“ sagði Einar að lokum.William Da Silva og Hrvoje Tokic skora mörkin í fyrri hálfleik: Aleix Egea skorar þriðja mark Ólsara: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Víkingur Ó. komst í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með öruggum 3-0 sigri á ÍA í Vesturlandsslag á Ólafsvíkurvelli. William Dominguez da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea Acame skoruðu mörk Ólsara sem hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Einar Hjörleifsson átti frábæran leik í marki Víkinga og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni í seinni hálfleik. Skagamenn áttu afar erfitt uppdráttar í leiknum en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.Af hverju vann Víkingur? Leikáætlun Ejubs Purusevic gekk nær fullkomlega upp. Ólsarar skoruðu snemma og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu Skagamenn af veikum mætti að sækja. Vörn heimamanna var hins vegar sterk og þeir voru ávallt hættulegir þegar þeir sóttu. Víkingar spiluðu allan fótboltann í leiknum og létu boltann oft ganga vel á milli sín. Uppspil heimamanna var mun markvissara en gestanna og þeir höfðu einfaldlega fleiri möguleika í sóknarleiknum.Þessir stóðu upp úr Einar Hjörleifsson stóð í marki Víkinga í stað Cristans Martínez Liberato og átti frábæran leik. Einar varði í fjórgang vel frá Garðari Gunnlaugssyni, skot í fyrri hálfleik, þar sem boltinn var hugsanlega inni, víti í seinni hálfleik og frákastið af því og loks skalla frá framherjanum öfluga. William Dominguez da Silva átti einnig skínandi leik sem og Pontus Nordenberg í vinstri bakverðinum. Í raun stóðu allir leikmenn Ólsara fyrir sínu en sú var ekki raunin hjá ÍA.Hvað gekk illa? Allt hjá ÍA. Varnarleikurinn sem var fínn í síðustu tveimur leikjum var tæpur og enn og aftur fengu Skagamenn á sig mörk eftir fyrirgjafir. Uppspilið er svo sér kapítuli út af fyrir sig. Skagamenn voru afar óþolinmóðir með boltann og voru fljótir að setja hann fram. Löngu boltarnir ollu Ólsurum ekki miklum vandræðum og samvinna Garðars og Martins Hummervoll skilaði litlu fjórða leikinn í röð.Hvað gerist næst? Víkingar sækja Fjölnismenn heim og geta farið upp í 13 stig með sigri. Þeir fengu 17 stig í 22 leikjum þegar þeir voru síðast í Pepsi-deildinni. Eftir leikinn talaði Ejub um að Ólsarar þyrftu 15 stig í viðbót til að vera öruggir með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Skagamenn mæta stigalausum Fylkismönnum á heimavelli í botnslag í næstu umferð þar sem bæði lið mæta særð til leiks.Ejub: Þetta er óvenjuleg staða Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum ánægður með stigin þrjú sem hans menn fengu gegn ÍA í kvöld. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við byrja mjög vel og skorum snemma. Það voru margir kaflar í leiknum sem voru þokkalega góðir. „Við skorum þrjú mörk og höldum hreinu, þetta var draumaleikur,“ sagði Ejub. „Við unnum þennan leik sem lið en ekki einstaklingar,“ bætti Ejub við. Ólsarar sitja núna á toppi Pepsi-deildarinnar. En hvernig er að vera þjálfari toppliðsins? „Þetta er óvenjuleg staða og mjög sérstakt. Þetta er rosalega gaman og þótt við verðum ekki á toppnum nema í einn sólarhring eða út vikuna,“ sagði Ejub. „Við vitum hver okkar markmið eru og vitum að við þurfum allavega 15 stig í viðbót,“ sagði þjálfarinn að lokum.Gunnlaugur: Engin örvænting „Úrslitin segja sína sögu. En þrátt fyrir það fengum við fjölmörg færi til að koma okkur inn í leikinn. Það eru vonbrigði að hafa ekki nýtt eitt af þeim, þá hefði leikurinn örugglega þróast öðruvísi,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tapið í Ólafsvík í kvöld. „Þessi þétta holning sem við sýndum í síðasta leik [gegn Fjölni] og stærstan hluta FH-leiksins náðist ekki í dag. Við gáfum þeim kannski aldrei þann slag sem við ætluðum að gefa þeim. „Aftur á móti vorum við að skapa færi og ég veit ekki hvort það sé rétt að boltinn hafi verið inni í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnlaugur. Skagamenn hafa aðeins náð í þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildarinnar en þrátt fyrir það segir Gunnlaugur að það sé ekki komin krísa á Skaganum. „Neinei, alls ekki. Við eigum heldur betur stórleik í næstu umferð gegn Fylki. Það er engin örvænting, við þurfum bara að búa okkur undir þann leik og koma okkur aftur í gang,“ sagði Gunnlaugur að endingu.Einar: Er ekki best að vera á toppnum? Einar Hjörleifsson stóð heldur betur fyrir sínu í marki Víkings Ó. í 3-0 sigrinum á ÍA í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. „Ég er ofboðslega glaður og sáttur með þessi þrjú stig,“ sagði markvörðurinn þrautreyndi eftir leikinn. Með sigrinum skutust Víkingar á topp Pepsi-deildarinnar og þar finnst þeim gott að vera segir Einar. „Er ekki best að vera á toppnum? Þetta er fín tilfinning og við njótum augnabliksins og reynum að halda þessu gangandi,“ sagði Einar sem varði vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni í seinni hálfleik. En giskaði hann á rétt horn eða las hann Garðar? „Veistu, ég veit það ekki. Stundum fær maður bara einhverja tilfinningu. Ég fór bara þarna, ég veit ekkert hvort ég las hann en ég varði vítið,“ sagði Einar sem varði einnig frákastið frá Garðari. „Það var meira að segja betra ef eitthvað var. Ég var eiginlega vonsvikinn að hafa ekki gripið vítið því það var svo laust,“ sagði markvörðurinn sem er þekktur vítabani. Margir vildu meina að boltinn hafa verið inni þegar Einar varði frá Garðari í fyrri hálfleik. Hann er ekki sammála því. „Mitt kalda og heiðarlega mat er að hann var aldrei farinn inn. Ég segi það og stend við það,“ sagði Einar að lokum.William Da Silva og Hrvoje Tokic skora mörkin í fyrri hálfleik: Aleix Egea skorar þriðja mark Ólsara:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira