Engin hlutabréfahækkun bandarískra bílaframleiðenda þrátt fyrir velgengni Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 15:34 Bílaframleiðendurnir General Motors, Ford og Fiat Crysler Automobiles er gjarnan kallaðir "The Detroit three". Þrátt fyrir gott gengi bandarísku bílaframleiðendanna Ford, General Motors og Fiat Chrysler virðist sem engin trú sé á framtíðarvelgengni þeirra ef marka má stöðu hlutabréf í fyrirtækjunum á Wall Street. Ford skilaði afar góðu uppgjöri á síðasta ári og velgengni þess hélt áfram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hlutabréf í fyrirtækinu hafa ekki hækkað neitt fyrir vikið. Þetta pirrar mjög hluthafa í Ford og þar á bæ skilja menn ekkert í því af hverju velgengni hækkar ekki bréfin. Annað má segja um hlutabréf í Tesla þó svo fyrirtækið hafi aldrei skilað hagnaði og smíði afar fáa bíla enn sem komið er. Kaupahéðnar á Wall Street líta svo á að þó svo þessi þrjú Detroit fyrirtæki, Ford, GM og Fiat Chrysler hafi gengið prýðilega frá árinu 2010 sé ekki þar með víst að þau haldi áfram að skila hagnaði þegar til lengri tíma sé litið og þegar erfiðari tíma ganga í garð. Þau séu líklega ekki fær um að standast samkeppnina þegar smíði bíla þurfi meira að treysta á uppfinningar, að taka áhættu og að þau séu ekki nægilega sveigjanleg til að standast öðrum bílframleiðendum snúning. Þau búi hreinlega ekki að nægri tækniþekkingu og treysti nú um of á massasölu stórra bíla eins og pallbíla og stórra jeppa. Þeim gangi jú vel nú um stundir á meðan slíkir bílar seljist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á tímum lágs olíuverðs, en það muni ef til vill ekki standa lengi og þá standi þau berskjölduð eftir. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent
Þrátt fyrir gott gengi bandarísku bílaframleiðendanna Ford, General Motors og Fiat Chrysler virðist sem engin trú sé á framtíðarvelgengni þeirra ef marka má stöðu hlutabréf í fyrirtækjunum á Wall Street. Ford skilaði afar góðu uppgjöri á síðasta ári og velgengni þess hélt áfram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hlutabréf í fyrirtækinu hafa ekki hækkað neitt fyrir vikið. Þetta pirrar mjög hluthafa í Ford og þar á bæ skilja menn ekkert í því af hverju velgengni hækkar ekki bréfin. Annað má segja um hlutabréf í Tesla þó svo fyrirtækið hafi aldrei skilað hagnaði og smíði afar fáa bíla enn sem komið er. Kaupahéðnar á Wall Street líta svo á að þó svo þessi þrjú Detroit fyrirtæki, Ford, GM og Fiat Chrysler hafi gengið prýðilega frá árinu 2010 sé ekki þar með víst að þau haldi áfram að skila hagnaði þegar til lengri tíma sé litið og þegar erfiðari tíma ganga í garð. Þau séu líklega ekki fær um að standast samkeppnina þegar smíði bíla þurfi meira að treysta á uppfinningar, að taka áhættu og að þau séu ekki nægilega sveigjanleg til að standast öðrum bílframleiðendum snúning. Þau búi hreinlega ekki að nægri tækniþekkingu og treysti nú um of á massasölu stórra bíla eins og pallbíla og stórra jeppa. Þeim gangi jú vel nú um stundir á meðan slíkir bílar seljist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á tímum lágs olíuverðs, en það muni ef til vill ekki standa lengi og þá standi þau berskjölduð eftir.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent