Bjarni: Þurfum að vera betri en andstæðingurinn og dómarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. maí 2016 22:45 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. vísir/stefán Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, var ánægður með sigurinn á FH í kvöld en segir of snemmt að fella stóra dóma um stöðu liðanna. „Það er hellingur eftir af mótinu. Titilbaráttan réðst ekki hér í kvöld en það er vissulega sætt að hafa náð í þrjú stig hér í kvöld,“ sagði Bjarni. KR-ingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í kvöld eftir jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Bjarni segir þó að það hefði ekki verið slæmt hefði KR ekki unnið í kvöld. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við áttum mjög fínan leik í Laugardalnum um daginn og vorum við óheppnir þar að fara bara þaðan með eitt stig.“ „Það er svo alltaf markmiðið að halda hreinu hér á heimavelli og skora 1-2 mörk. Það gekk eftir í kvöld með frábærum stuðningi margra KR-inga á vellinum í kvöld.“ Hann segir ljóst að barátta og læti hafi einkennt leikinn, í bland við erfiðar aðstæður. „Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og mikillar baráttu í liðinu,“ sagði þjálfarinn. Bjarni segir að dómgæslan hefði mátt vera betri í kvöld en það mátti sjá á honum og öðrum á hliðarlínunni KR-megin að þeir voru þar afar ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum. „Oft á tíðum virðist okkur að við þurfum að vera betri en bæði andstæðingurinn og dómarinn. Í dag tókst það.“ „Ákvarðanir dómara eru misjafnar á vellinum. Leikurinn er hraður og erfiður og það bitnaði á báðum liðum. En mér fannst ákvarðanirnar sem voru teknar ekkert sérlega skemmtilegar.“ „Það væri ágætt að sjá einhverja línu í leikjunum. Við erum ekki að biðja um neitt svakalega mikið. Bara að það sé viðmið sem við getum haft til að fara eftir í leikjunum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-0 | Pálmi Rafn tryggði KR öll stigin | Sjáðu markið Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR sigur á FH í stórleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla. 12. maí 2016 22:45 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, var ánægður með sigurinn á FH í kvöld en segir of snemmt að fella stóra dóma um stöðu liðanna. „Það er hellingur eftir af mótinu. Titilbaráttan réðst ekki hér í kvöld en það er vissulega sætt að hafa náð í þrjú stig hér í kvöld,“ sagði Bjarni. KR-ingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í kvöld eftir jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Bjarni segir þó að það hefði ekki verið slæmt hefði KR ekki unnið í kvöld. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við áttum mjög fínan leik í Laugardalnum um daginn og vorum við óheppnir þar að fara bara þaðan með eitt stig.“ „Það er svo alltaf markmiðið að halda hreinu hér á heimavelli og skora 1-2 mörk. Það gekk eftir í kvöld með frábærum stuðningi margra KR-inga á vellinum í kvöld.“ Hann segir ljóst að barátta og læti hafi einkennt leikinn, í bland við erfiðar aðstæður. „Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og mikillar baráttu í liðinu,“ sagði þjálfarinn. Bjarni segir að dómgæslan hefði mátt vera betri í kvöld en það mátti sjá á honum og öðrum á hliðarlínunni KR-megin að þeir voru þar afar ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum. „Oft á tíðum virðist okkur að við þurfum að vera betri en bæði andstæðingurinn og dómarinn. Í dag tókst það.“ „Ákvarðanir dómara eru misjafnar á vellinum. Leikurinn er hraður og erfiður og það bitnaði á báðum liðum. En mér fannst ákvarðanirnar sem voru teknar ekkert sérlega skemmtilegar.“ „Það væri ágætt að sjá einhverja línu í leikjunum. Við erum ekki að biðja um neitt svakalega mikið. Bara að það sé viðmið sem við getum haft til að fara eftir í leikjunum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-0 | Pálmi Rafn tryggði KR öll stigin | Sjáðu markið Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR sigur á FH í stórleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla. 12. maí 2016 22:45 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-0 | Pálmi Rafn tryggði KR öll stigin | Sjáðu markið Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR sigur á FH í stórleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla. 12. maí 2016 22:45