Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan heillaði í Hörpu í gær. vísir/anton brink „Það hefur margt breyst síðan ég kom hingað síðast,“ sagði Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, þegar Fréttablaðið settist niður með honum í hádegishléi á Business and Football-ráðstefnunni sem fram fór í Hörpu í gær. Keegan var einn af frægum fótboltamönnum og þjálfurum sem sat pallborðsumræður á ráðstefnunni. Keegan kom síðast til Íslands árið 1979 með Þýskalandsmeisturum Hamburg en hann var á þeim tíma besti leikmaður Evrópu og handhafi Gullknattarins. Hamburg mætti Val á Laugardalsvellinum og vann auðveldan sigur í tveimur leikjum. „Það var smá ævintýri að koma til Íslands því þetta var ekki staður sem enskur maður eins og ég myndi heimsækja í fríinu sínu. Kannski í dag reyndar, en á þeim tímum fór maður til Spánar eða þangað sem var heitt,“ segir Keegan. „Við vorum alveg smeykir fyrir svona leiki því við gátum lent í vandræðum ef við töpuðum illa. Það var alveg möguleiki því við vissum ekkert um íslenska liðið og maður vissi ekkert hvernig völlur yrði. Það var vetur þegar við komum og snjór úti um allt og kalt,“ bætir hann við en á þessum tíma var allt öðruvísi að spila Evrópuleiki en í dag. „Við renndum blint í sjóinn þarna en þannig var fótboltinn á þessum tíma. Við höfðum ekkert séð Val spila. Okkur var bara sagt að ákveðinn leikmaður væri leikstjórnandinn og að þeir spiluðu svona taktík. Svona var þetta gert í gamla daga en auðvitað hafa miklar breytingar orðið á þessu,“ segir Keegan.Kevin Keegan varð tvisvar sinnum besti knattspyrnumaður Evrópu sem leikmaður Hamburg SV.vísir/gettyEkki svo mikið á óvart Keegan er auðvitað staddur á landinu vegna afreks íslenska landsliðsins en ráðstefnan var sett upp í kringum þann árangur sem og árangur í viðskiptalífinu eftir hrunið. Hvernig horfir þessi árangur við Keegan? „Þegar maður sér svona afrek eins og hjá Íslandi fer maður að hugsa: Hvernig getur þetta gerst? Allir halda að fótbolti og íþróttir í heildina snúist bara um tölur. England er með svona og svona marga íbúa, Þýskaland svona marga og Brasilía er stórt land,“ segir hann og fer svo að tala um hópinn. „En ég lít fyrst á þjálfarana. Hverjir eru þeir? Hjá Íslandi er annar þeirra Lars Lagerbäck sem er þrautreyndur og þeir Heimir ná vel saman. Síðan lítur maður á leikmennina og hvar þeir spila. Sumir eru á Englandi en spila í næstefstu deild sem er líka sterk deild. Svo horfir maður á hina leikmennina og áttar sig á því að íslenska liðið er með hina fullkomnu blöndu,“ segir Keegan, sem er ekkert gapandi vegna árangurs strákanna okkar. „Það kemur í raun ekkert svo mikið á óvart að Ísland sé komið á EM ef maður horfir á heildarmyndina og það kæmi mér heldur ekki í opna skjöldu ef liðið kemst upp úr riðlinum. Liðið er sterkt og með nógu marga góða leikmenn þótt breiddin sé ekki mikil.“vísir/gettyVerða að þora að sækja David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var í viðtali við Fréttablaðið á dögunum þar sem hann bað stuðningsmenn íslenska liðsins og íslensku þjóðina að halda væntingunum niðri. Keegan er ekki alveg á sama máli þótt hann skilji hvað Skotinn eigi við. „Það virðist vera í tísku að gera sér ekki of miklar væntingar. Það er ekki langt síðan við horfðum á Manchester City spila seinni undanúrslitaleikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og ekki einu sinni að reyna að vinna ef þannig má að orði komast. Þeir gáfu sig ekki alla í þetta þrátt fyrir að eiga möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Keegan og bætir við: „Eina leiðin til að vinna bestu liðin er að mæta þeim í fótbolta. Það þýðir ekkert að láta lið eins og Manchester United eða eitthvert stórlið á Evrópumótinu, ef við tölum um Ísland, vera með boltann 80 prósent af leiknum. Ísland vinnur engan leik ef það er bara tuttugu prósent með boltann nema með ótrúlegri heppni. Þegar rétti tíminn kemur í leiknum verður liðið að þora að sækja. Það þýðir ekkert bara að vona að hitt liðið eigi slæman dag og skjóti alltaf í stöngina.“vísir/gettySögubækurnar Spurður hvað strákarnir okkar þurfi að passa þegar þeir verða loks komnir á EM segir Keegan: „Ég hlakka til að sjá hvernig þeir koma til leiks og og bera sig að fyrstu 10-20 mínúturnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir verða smeykir eða tilbúnir að mæta jafnsterkum mótherja og Portúgal. Ísland þarf samt ekkert að óttast. Liðið hefur nú þegar afrekað mikið,“ segir hann. Hann vill samt ekki að íslensku strákarnir sætti sig bara við það eitt að komast á Evrópumótið. „Leikmennirnir mega samt ekki mæta með það hugarfar að nú sé þetta komið fyrst liðið komst á EM. Ég vil að þeir hugsi um að skrifa annan kafla í sögubækurnar og komast upp úr riðlinum,“ segir Keegan og heldur áfram: „Þegar ég horfi á liðið og leikmennina sem eru í því er ég viss um að það mun gefa öllum liðum leik. Þannig er bara íslenski andinn og í raun allra á Norðurlöndum. Við höfum séð það með íslenska leikmenn og aðra frá Norðurlöndunum sem koma til Englands. Þeir leggja mikið á sig til að ná fram því besta í sjálfum sér. Ef íslenska liðið hugsar þannig og spilar þannig þá verður erfitt að vinna það. Íslensku strákarnir þurfa að hlaupa og berjast og vera í andlitinu á mótherjanum allan leikinn eins og það hefur alltaf gert. Svo, þegar tækifæri gefst, verður liðið að þora að spila boltanum. Við vitum alveg að íslenska liðið getur það enda komst það á EM í gegnum mjög erfiðan riðil,“ segir Kevin Keegan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
„Það hefur margt breyst síðan ég kom hingað síðast,“ sagði Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, þegar Fréttablaðið settist niður með honum í hádegishléi á Business and Football-ráðstefnunni sem fram fór í Hörpu í gær. Keegan var einn af frægum fótboltamönnum og þjálfurum sem sat pallborðsumræður á ráðstefnunni. Keegan kom síðast til Íslands árið 1979 með Þýskalandsmeisturum Hamburg en hann var á þeim tíma besti leikmaður Evrópu og handhafi Gullknattarins. Hamburg mætti Val á Laugardalsvellinum og vann auðveldan sigur í tveimur leikjum. „Það var smá ævintýri að koma til Íslands því þetta var ekki staður sem enskur maður eins og ég myndi heimsækja í fríinu sínu. Kannski í dag reyndar, en á þeim tímum fór maður til Spánar eða þangað sem var heitt,“ segir Keegan. „Við vorum alveg smeykir fyrir svona leiki því við gátum lent í vandræðum ef við töpuðum illa. Það var alveg möguleiki því við vissum ekkert um íslenska liðið og maður vissi ekkert hvernig völlur yrði. Það var vetur þegar við komum og snjór úti um allt og kalt,“ bætir hann við en á þessum tíma var allt öðruvísi að spila Evrópuleiki en í dag. „Við renndum blint í sjóinn þarna en þannig var fótboltinn á þessum tíma. Við höfðum ekkert séð Val spila. Okkur var bara sagt að ákveðinn leikmaður væri leikstjórnandinn og að þeir spiluðu svona taktík. Svona var þetta gert í gamla daga en auðvitað hafa miklar breytingar orðið á þessu,“ segir Keegan.Kevin Keegan varð tvisvar sinnum besti knattspyrnumaður Evrópu sem leikmaður Hamburg SV.vísir/gettyEkki svo mikið á óvart Keegan er auðvitað staddur á landinu vegna afreks íslenska landsliðsins en ráðstefnan var sett upp í kringum þann árangur sem og árangur í viðskiptalífinu eftir hrunið. Hvernig horfir þessi árangur við Keegan? „Þegar maður sér svona afrek eins og hjá Íslandi fer maður að hugsa: Hvernig getur þetta gerst? Allir halda að fótbolti og íþróttir í heildina snúist bara um tölur. England er með svona og svona marga íbúa, Þýskaland svona marga og Brasilía er stórt land,“ segir hann og fer svo að tala um hópinn. „En ég lít fyrst á þjálfarana. Hverjir eru þeir? Hjá Íslandi er annar þeirra Lars Lagerbäck sem er þrautreyndur og þeir Heimir ná vel saman. Síðan lítur maður á leikmennina og hvar þeir spila. Sumir eru á Englandi en spila í næstefstu deild sem er líka sterk deild. Svo horfir maður á hina leikmennina og áttar sig á því að íslenska liðið er með hina fullkomnu blöndu,“ segir Keegan, sem er ekkert gapandi vegna árangurs strákanna okkar. „Það kemur í raun ekkert svo mikið á óvart að Ísland sé komið á EM ef maður horfir á heildarmyndina og það kæmi mér heldur ekki í opna skjöldu ef liðið kemst upp úr riðlinum. Liðið er sterkt og með nógu marga góða leikmenn þótt breiddin sé ekki mikil.“vísir/gettyVerða að þora að sækja David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var í viðtali við Fréttablaðið á dögunum þar sem hann bað stuðningsmenn íslenska liðsins og íslensku þjóðina að halda væntingunum niðri. Keegan er ekki alveg á sama máli þótt hann skilji hvað Skotinn eigi við. „Það virðist vera í tísku að gera sér ekki of miklar væntingar. Það er ekki langt síðan við horfðum á Manchester City spila seinni undanúrslitaleikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og ekki einu sinni að reyna að vinna ef þannig má að orði komast. Þeir gáfu sig ekki alla í þetta þrátt fyrir að eiga möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Keegan og bætir við: „Eina leiðin til að vinna bestu liðin er að mæta þeim í fótbolta. Það þýðir ekkert að láta lið eins og Manchester United eða eitthvert stórlið á Evrópumótinu, ef við tölum um Ísland, vera með boltann 80 prósent af leiknum. Ísland vinnur engan leik ef það er bara tuttugu prósent með boltann nema með ótrúlegri heppni. Þegar rétti tíminn kemur í leiknum verður liðið að þora að sækja. Það þýðir ekkert bara að vona að hitt liðið eigi slæman dag og skjóti alltaf í stöngina.“vísir/gettySögubækurnar Spurður hvað strákarnir okkar þurfi að passa þegar þeir verða loks komnir á EM segir Keegan: „Ég hlakka til að sjá hvernig þeir koma til leiks og og bera sig að fyrstu 10-20 mínúturnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir verða smeykir eða tilbúnir að mæta jafnsterkum mótherja og Portúgal. Ísland þarf samt ekkert að óttast. Liðið hefur nú þegar afrekað mikið,“ segir hann. Hann vill samt ekki að íslensku strákarnir sætti sig bara við það eitt að komast á Evrópumótið. „Leikmennirnir mega samt ekki mæta með það hugarfar að nú sé þetta komið fyrst liðið komst á EM. Ég vil að þeir hugsi um að skrifa annan kafla í sögubækurnar og komast upp úr riðlinum,“ segir Keegan og heldur áfram: „Þegar ég horfi á liðið og leikmennina sem eru í því er ég viss um að það mun gefa öllum liðum leik. Þannig er bara íslenski andinn og í raun allra á Norðurlöndum. Við höfum séð það með íslenska leikmenn og aðra frá Norðurlöndunum sem koma til Englands. Þeir leggja mikið á sig til að ná fram því besta í sjálfum sér. Ef íslenska liðið hugsar þannig og spilar þannig þá verður erfitt að vinna það. Íslensku strákarnir þurfa að hlaupa og berjast og vera í andlitinu á mótherjanum allan leikinn eins og það hefur alltaf gert. Svo, þegar tækifæri gefst, verður liðið að þora að spila boltanum. Við vitum alveg að íslenska liðið getur það enda komst það á EM í gegnum mjög erfiðan riðil,“ segir Kevin Keegan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn