Dagur búinn að skipta um skoðun um ástæðu velgengni karlalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 14:00 Dagur SIgurðsson var í panel með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Unu Steinsdóttur og Ivan Bravo. Vísir/Anton Brink Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45