Fótbolti

Sjáðu EM-draumalið Lars og Heimis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lars og Heimir stýra sínum síðustu leikjum saman á EM.
Lars og Heimir stýra sínum síðustu leikjum saman á EM. vísir/getty
Í tilefni af EM 2016 í Frakklandi býður UEFA fólki upp á að velja draumalið EM á heimasíðu sinni.

Hægt er að velja úr 50 leikmönnum sem allir hafa markað djúp spor í sögu keppninnar.

Ýmsir leikmenn og þjálfarar hafa einnig verið fengnir til að velja sitt draumalið, þ.á.m. landsliðsþjálfarar Íslands, þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.

Draumalið þeirra félaga eru nokkuð ólík en Heimir er með fleiri gamlar goðsagnir í sínu liði en Lagerbäck.

Fjórir leikmenn komast í draumalið beggja landsliðsþjálfara: Lillian Thuram, Paolo Maldini, Zinedine Zidane og Marco van Basten.

Draumalið Lagerbäcks (með því að smella hér má lesa hvernig hann rökstyður valið):

Gianluigi Buffon

Philipp Lahm

Carles Puyol

Lillian Thuram

Paolo Maldini

Andrés Iniesta

Zinedine Zidane

Xavi

Pavel Nedved

Marco van Basten

Cristiano Ronaldo

Draumalið Heimis:

Dino Zoff

Lillian Thuram

Franz Beckenbauer

Matthias Sammer

Paolo Maldini

Andrea Pirlo

Jean Tigana

Luís Figo

Zinedine Zidane

Karl-Heinz Rummenigge

Marco van Basten




Fleiri fréttir

Sjá meira


×