Gert ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á Keflavíkurflugvelli Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. maí 2016 11:15 Gera má ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á meðan komist er fyrir þær tafir sem urðu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra í nótt. Vísir/Anton Brink Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15
Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27