Þorvaldur greip um Reyni eftir 1-1 jafntefli liðanna í Kórnum í byrjun mánaðar og sló Reyni í punginn en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sendi málið fyrir borð aganefndar í síðustu viku.
Ekkert var gert í málinu fyrst um sinn. Það var ekki fyrr en Klara ákvað að vísa hálstaki Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara Fylkis, fyrir aganefnd að mál Þorvaldar flaut með.
„Það er bara hennar ákvörðun. Hana vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Þetta er búið og gert. Það er ekkert meira um það að segja.“
Þegar gengið var á Þorvald og hann spurður hvort hann hefði gert eitthvað af sér svaraði hann: „Nei, nei, nei. Þetta er búið og gert.“
Aganefnd KSÍ virðist vera sammála Þorvaldi að hluta. Hún kom saman á þriðjudaginn og ákvað þar að senda Þorvald ekki í leikbann og ekki heldur Hermann Hreiðarsson. Keflavík og Fylkir voru þó bæði sektuð um 75.000 krónur fyrir framkomu þjálfaranna.