Emil: Veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 07:00 Emil Hallfreðsson er brattur þrátt fyrir erfitt gengi á Ítalíu undanfarna tólf mánuði. Vísir/Getty „Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
„Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti