Stórslysalegur samningur Ólafur Arnalds skrifar 26. maí 2016 05:00 Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun