Cristiano Ronaldo róar stuðningsmenn Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 15:45 Cristiano Ronaldo fær hér hjálp við að standa á fætur. Vísir/Getty Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira