Ættarmótið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. maí 2016 07:00 Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn,“ sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður í einlægu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Þar ræddi hann meðal annars ummæli fáeinna einstaklinga eftir að hann hann hafði verið stigakynnir Íslands í Eurovision. Einhverjir höfðu nefnilega eitthvað við það að athuga að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd landsins. Unnsteinn sagði í viðtalinu að hann léti ekki örfáa veika einstaklinga slá sig út af laginu, léti það ekki aftra sér og fyndist það mikilvæg skilaboð. Aðgerða sé þörf til að tækla fordóma í samfélaginu. „Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað,“ sagði Unnsteinn. Uppgang fordómafullra afla má finna víða um heim. Eitt nærtækasta dæmið er naumur ósigur Norberts Hofer, fulltrúa Frelsisflokksins í forsetakosningum í Austurríki. Fylgi flokksins þar í landi hefur vaxið hratt samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Kosningabaráttan ytra snerist að miklu leyti um innflytjenda- og flóttamannamál. Austurríki er ekki eina landið sem glímir nú við einstaklinga með jaðarskoðanir sem oft og tíðum myndu hreinlega teljast fordómafullar og hættulegar. Uppgangur öfgaafla í Evrópu er mikill og hraður. Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag mælast slíkir flokkar með mikið fylgi í Hollandi, Frakklandi, Sviss, Ungverjalandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og víðar. Þetta er uggvænleg þróun. Koma flóttamanna frá stríðshrjáðum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið sem vatn á myllu þessara hreyfinga og flokka. Í helgarblaðsviðtalinu líkti Unnsteinn Íslandi við ættarmót sem farið hefði úrskeiðis. „Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum.“ Þróunin hefur, hingað til hið minnsta, að mestu leyti verið þveröfug á Íslandi. Um langa hríð hafa Píratar notið hér mestrar hylli. Flokkur sem ef til vill fáir vita almennilega fyrir hvað stendur, annað en eitt – frjálslyndið. Íslensku stjórnmálaflokkarnir flestir hafa staðið sig ágætlega í að sleppa því að notfæra sér hinn fúla pytt kynþáttahaturs hingað til. Þeir hafa hins vegar staðið sig misvel í því að reyna að þegja frá sér vandamálin. Áhugavert verður að sjá hvort það muni breytast í komandi þingkosningum, hvort flokkarnir muni breyta áherslum sínum eða hvort Íslenska þjóðfylkingin, sem hyggst bjóða fram í haust, muni njóta einhvers stuðnings. Það verður að teljast ólíklegt en ekki útilokað. Kynþátta- og útlendingahatur er samfélagslegt krabbamein sem mikilvægt er að uppræta áður en það breiðir frekar úr sér. Þróunin í nágrannaríkjum okkar er víti til varnaðar og mikilvægt að kynþátta- og útlendingahatarar fái skýr skilaboð frá æðstu stöðum um að sjónarmið þeirra séu einskis virði í samfélaginu og ekkert verði gert til að koma til móts við brenglaðar lífsskoðanir þeirra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn,“ sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður í einlægu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Þar ræddi hann meðal annars ummæli fáeinna einstaklinga eftir að hann hann hafði verið stigakynnir Íslands í Eurovision. Einhverjir höfðu nefnilega eitthvað við það að athuga að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd landsins. Unnsteinn sagði í viðtalinu að hann léti ekki örfáa veika einstaklinga slá sig út af laginu, léti það ekki aftra sér og fyndist það mikilvæg skilaboð. Aðgerða sé þörf til að tækla fordóma í samfélaginu. „Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað,“ sagði Unnsteinn. Uppgang fordómafullra afla má finna víða um heim. Eitt nærtækasta dæmið er naumur ósigur Norberts Hofer, fulltrúa Frelsisflokksins í forsetakosningum í Austurríki. Fylgi flokksins þar í landi hefur vaxið hratt samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Kosningabaráttan ytra snerist að miklu leyti um innflytjenda- og flóttamannamál. Austurríki er ekki eina landið sem glímir nú við einstaklinga með jaðarskoðanir sem oft og tíðum myndu hreinlega teljast fordómafullar og hættulegar. Uppgangur öfgaafla í Evrópu er mikill og hraður. Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag mælast slíkir flokkar með mikið fylgi í Hollandi, Frakklandi, Sviss, Ungverjalandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og víðar. Þetta er uggvænleg þróun. Koma flóttamanna frá stríðshrjáðum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið sem vatn á myllu þessara hreyfinga og flokka. Í helgarblaðsviðtalinu líkti Unnsteinn Íslandi við ættarmót sem farið hefði úrskeiðis. „Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum.“ Þróunin hefur, hingað til hið minnsta, að mestu leyti verið þveröfug á Íslandi. Um langa hríð hafa Píratar notið hér mestrar hylli. Flokkur sem ef til vill fáir vita almennilega fyrir hvað stendur, annað en eitt – frjálslyndið. Íslensku stjórnmálaflokkarnir flestir hafa staðið sig ágætlega í að sleppa því að notfæra sér hinn fúla pytt kynþáttahaturs hingað til. Þeir hafa hins vegar staðið sig misvel í því að reyna að þegja frá sér vandamálin. Áhugavert verður að sjá hvort það muni breytast í komandi þingkosningum, hvort flokkarnir muni breyta áherslum sínum eða hvort Íslenska þjóðfylkingin, sem hyggst bjóða fram í haust, muni njóta einhvers stuðnings. Það verður að teljast ólíklegt en ekki útilokað. Kynþátta- og útlendingahatur er samfélagslegt krabbamein sem mikilvægt er að uppræta áður en það breiðir frekar úr sér. Þróunin í nágrannaríkjum okkar er víti til varnaðar og mikilvægt að kynþátta- og útlendingahatarar fái skýr skilaboð frá æðstu stöðum um að sjónarmið þeirra séu einskis virði í samfélaginu og ekkert verði gert til að koma til móts við brenglaðar lífsskoðanir þeirra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun