Leita stuðnings eystra við kaup á skrúfuþotu fyrir útsýnisflug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Flugfélag Austurlands vill kaupa skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX til verkefna í fjórðungnum. NORDICPHOTOS/AFP Flugfélag Austurlands sem var endurreist í fyrra vill hefja flug að nýju með liðsinni sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja í fjórðungnum. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að lítil fjögurra sæta flugvél yrði fyrir valinu og útsýnisflugi sinnt. Fljótlega varð ljóst að sú mikla vinna sem fer í stofnun flugfélags ætti með réttu að nýtast öflugri flugrekstri og leggur félagið nú upp með áætlanir um kaup á eins-hreyfils skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX,“ segir í erindi framkvæmdastjóra Flugfélags Austurlands, Kára Kárasonar, til bæjaryfirvalda í Fljótsdalshéraði. Kári segir í bréfinu að þar sem Flugfélag Austurlands þurfi öfluga flugvél vilji félagið kanna áhuga hagsmunaaðila á svæðinu á því að festa kaup á fyrrgreindri Cessna-vél sem taki níu farþega. Ekkert útsýnisflug sé á Austurlandi þótt fjórðungurinn bjóði upp á gríðarlega víðfeðmt og fallegt landsvæði. Ferðamannastraumur hafi náð nýjum hæðum, nýta þurfi fleiri gáttir inn í landið og ferðaþjónustan að dreifast betur.„Útsýnisflug er einn þáttur flugrekstrar sem nú virðist vænlegur kostur, en að auki verður leigu- og áætlunarflug raunhæfur möguleiki innan fjórðungsins þegar flugrekstur er kominn af stað,“ skrifar Kári og óskar eftir hugmyndum um hvernig flugvélin gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum. Kári kveðst hafa reynsluflogið áðurnefndri gerð af skrúfuþotu hér á landi. Fullkomin mælitæki vari flugmann við ef flughæð er ekki nægileg. „Reynsluflugið gekk mjög vel, vélin var prófuð í ísingarskilyrðum, ókyrrð og miklum vindi eins og gengur og gerist á Íslandi og leysti verk sitt af hendi með ágætum,“ lýsir Kári. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst fagna frumkvæðinu. Í því geti falist fjölmörg tækifæri, jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Sveitarfélagið telji sér þó ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíÞægileg sæti klædd leðri eru ím skrúfuþotunni sem Flugfélag Austurlands vil kaupa.Mynd/Flugfélag Austurlands Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Flugfélag Austurlands sem var endurreist í fyrra vill hefja flug að nýju með liðsinni sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja í fjórðungnum. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að lítil fjögurra sæta flugvél yrði fyrir valinu og útsýnisflugi sinnt. Fljótlega varð ljóst að sú mikla vinna sem fer í stofnun flugfélags ætti með réttu að nýtast öflugri flugrekstri og leggur félagið nú upp með áætlanir um kaup á eins-hreyfils skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX,“ segir í erindi framkvæmdastjóra Flugfélags Austurlands, Kára Kárasonar, til bæjaryfirvalda í Fljótsdalshéraði. Kári segir í bréfinu að þar sem Flugfélag Austurlands þurfi öfluga flugvél vilji félagið kanna áhuga hagsmunaaðila á svæðinu á því að festa kaup á fyrrgreindri Cessna-vél sem taki níu farþega. Ekkert útsýnisflug sé á Austurlandi þótt fjórðungurinn bjóði upp á gríðarlega víðfeðmt og fallegt landsvæði. Ferðamannastraumur hafi náð nýjum hæðum, nýta þurfi fleiri gáttir inn í landið og ferðaþjónustan að dreifast betur.„Útsýnisflug er einn þáttur flugrekstrar sem nú virðist vænlegur kostur, en að auki verður leigu- og áætlunarflug raunhæfur möguleiki innan fjórðungsins þegar flugrekstur er kominn af stað,“ skrifar Kári og óskar eftir hugmyndum um hvernig flugvélin gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum. Kári kveðst hafa reynsluflogið áðurnefndri gerð af skrúfuþotu hér á landi. Fullkomin mælitæki vari flugmann við ef flughæð er ekki nægileg. „Reynsluflugið gekk mjög vel, vélin var prófuð í ísingarskilyrðum, ókyrrð og miklum vindi eins og gengur og gerist á Íslandi og leysti verk sitt af hendi með ágætum,“ lýsir Kári. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst fagna frumkvæðinu. Í því geti falist fjölmörg tækifæri, jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Sveitarfélagið telji sér þó ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíÞægileg sæti klædd leðri eru ím skrúfuþotunni sem Flugfélag Austurlands vil kaupa.Mynd/Flugfélag Austurlands
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira