Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta skiptið sem að Dior sýnir í þessum sögufræga kastala. Árin 1954 og 1958 voru tískusýningar Dior haldnar þar en þá voru engir aðrir en Christian Dior og Yves Saint Laurent hönnuðir tískuhússins.
Gestum sýningarinnar var í byrjun dags boðið á bar í London sem verður aðeins opinn í einn dag og kallast The Lady Dior. Þaðan voru gestirnir fluttir með lest að kastalanum en um borð var boðið upp á te og ýmsar girnilegar veitingar. Þegar komið var á áfangastað var móttaka þar sem boðið var upp á kampavín og jarðaber áður en að sýningin hófst.
Það má segja að umgjörðun í kringum sýninguna hafi skyggt á sýninguna sjálfa en samt sem áður var hún vel heppnuð og hefur fengið góðar móttökur.
Mikið var um einföld en kvenleg snið, ljósa liti í bland við svart og blómamunstur.





