Fyrsti þáttur Top Gear með nýjum stjórnendum fékk misjafnar móttökur Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 16:03 Chris Evans stjórnandi nýrra Top Gear bílaþátta. Í fyrradag var fyrsti þátturinn af Top Gear bílaþáttunum með nýjum stjórnendum sýndur í Bretlandi. Þátturinn hefur fengið fremur dræma umsögn og tölurnar tala sínu. Á þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna, en það er minnsta áhorf sem fyrsti þáttur í Top Gear seríu hefur fengið í 10 ár. Reyndar var meðaláhorf þáttanna með fyrri stjórnendum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, 5,6 milljónir og því munar 1,3 milljónum áhorfenda. Ekki eru þetta góðar fréttir fyrir aðalstjórnanda þáttarins nú, Chris Evans, en margir hafa beðið með óþreyju eftir sýningu þessara nýju þátta, enda biðin orðin löng frá sýningu fyrri þátta, eða ríflega ár. Chris Evans hefur í kjölfar sýningar fyrsta þáttarins verið harðlega gagnrýndur að auki fyrir framístöðu sína. Veðbankar í Bretlandi ganga svo langt að bjóða fólki að veðja um hvort hann verði rekinn úr þáttunum eftir að þessi sería þeirra rennur sitt skeið. Veðbankarnir ganga reyndar svo langt að bjóða einnig uppá það að veðja um hvort þáttunum sem slíkum verði alfarið hætt eftir þessa seríu. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent
Í fyrradag var fyrsti þátturinn af Top Gear bílaþáttunum með nýjum stjórnendum sýndur í Bretlandi. Þátturinn hefur fengið fremur dræma umsögn og tölurnar tala sínu. Á þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna, en það er minnsta áhorf sem fyrsti þáttur í Top Gear seríu hefur fengið í 10 ár. Reyndar var meðaláhorf þáttanna með fyrri stjórnendum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, 5,6 milljónir og því munar 1,3 milljónum áhorfenda. Ekki eru þetta góðar fréttir fyrir aðalstjórnanda þáttarins nú, Chris Evans, en margir hafa beðið með óþreyju eftir sýningu þessara nýju þátta, enda biðin orðin löng frá sýningu fyrri þátta, eða ríflega ár. Chris Evans hefur í kjölfar sýningar fyrsta þáttarins verið harðlega gagnrýndur að auki fyrir framístöðu sína. Veðbankar í Bretlandi ganga svo langt að bjóða fólki að veðja um hvort hann verði rekinn úr þáttunum eftir að þessi sería þeirra rennur sitt skeið. Veðbankarnir ganga reyndar svo langt að bjóða einnig uppá það að veðja um hvort þáttunum sem slíkum verði alfarið hætt eftir þessa seríu.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent