Fótbolti

Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lífið er lag.
Lífið er lag. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum blaðamanna í Ósló í morgun áður en íslenska landsliðið æfði á Ullevaal-leikvanginum, þjóðarleikvangi Norðmanna.

Örfáir norskir blaðamenn voru á fundinum en auk þeirra voru fulltrúar frá Svíþjóð, Austurríki og Þýskalandi á fundinum. Þeir Heimir og Aron Einar fengu spurning um hvernig stemningin væri heima á Íslandi.

Sjá einnig:Lagerbäck: Skiptir litlu hverjir byrja hjá okkur

„Stemningin er svakaleg heima. Við vorum að skoða klippur af heimaleiknum gegn Tyrklandi um daginn og þá var völlurinn ekki einu sinni fullur,“ sagði Aron Einar og vísaði til 3-0 sigursins á Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016.

„En nú ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir keppninni og öllum hlakkar mikið til,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og þjálfarinn bætti við að það yrði að halda væntingunum hófstilltum.

„Við verðum að passa okkur á að fara ekki yfirum. En það er eitthvað sem Íslendingar geta ekki. Við höldum til dæmis að við munum vinna Eurovision á hverju einasta ári,“ sagði Heimir í léttum dúr.

Aron Einar segir að eftirvæntingin í leikmannahópnum sjálfum sé mikil en að menn muni ekki endanlega átta sig á öllu saman fyrr en þeir lenda í Frakklandi.

„Þá munum við almennilega átta okkur á þessu. Ég hlakka mikið til þess.“


Tengdar fréttir

Vil spila allar mínútur á EM

Eiður Smári Guðjohnsen segist koma inn í íslenska landsliðið í góðu formi eftir góða mánuði með Molde í Noregi. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er ánægður með stöðu íslenska liðsins sem nú býr sig undir vináttulandsleik geg

Norðmenn klárir með tapsinfóníu

Það er aukin pressa á norska landsliðinu fyrir leikinn gegn Íslandi því tapi liðið leiknum þá verður spilað ömurlegt lag sem er kallað Tapsinfónían.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×