Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Eflaust er þetta ekki það sem átt við með Disney-væðingu en þetta er þó áhugaverður möguleiki. vísir/gva/getty Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09