Enski boltinn

Segir Sturridge betri en Vardy og Kane

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel Sturridge byrjar líklega á bekknum.
Daniel Sturridge byrjar líklega á bekknum. vísir/getty
Andy Cole, fyrrverandi framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta, telur Daniel Sturridge, framherja Liverpool, vera betri en tvo af þremur markahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur; Harry Kane og Jamie Vardy.

Sturridge virðist vera fyrir aftan þessa tvo í goggunarröðinni hjá Roy Hodgson en Vardy og Kane skoruðu samtals 49 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Kane var fyrsti Englendingurinn til að vinna gullskóinn síðan Kevin Phillips gerði það árið 2000.

Sturridge var mikið meiddur á síðustu leiktíð eins og svo oft áður. Hann byrjaði aðeins ellefu leiki í deildinni en skoraði samt átta mörk og þrettán í deildina.

„Sturridge er besti framherji enska liðsins þegar hann er heill,“ segir Cole. „Ég veit að Kane átti góða leiktíð og Vardy ótrúlega góða. Vardy skoraði ekki nema fimm mörk á tímabilinu þar á undan en setti svo 24 núna. Það er ótrúlegt.“

„Ef menn ná að halda Sturridge heilum er hann besti enski framherjinn. Markið sem hann skoraði í úrslitaleik Evrópudeildarinnar var magnað.“

„Mörkin sem Sturridge skorar fyrir Liverpool þegar hann er heill - og líka mörkin sem hann skoraði fyrir Chelsea og Manchester City - sýna hversu góður hann er. Það er ekki margir framherjar í heiminum sem geta gert það sem hann gerir,“ segir Daniel Sturridge.

England er í B-riðlinum á EM með Wales, Rússlandi og Slóvakíu en fyrsti leikur enska liðsins verður gegn Rússum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×