Mercedes Benz sýnir rafmagnsbíl í París Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 10:25 Mercedes Benz sér framtíðina í rafmagnsbílum. Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent
Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent