Muhammad Ali verður borinn til grafar í heimabæ sínum, Louisville í Kentucky, á morgun og komast færri á útförina en vildu koma.
Alls verður pláss fyrir 15 þúsund á útförinni og var miðum útdeilt frítt í gær. Þeir fóru á klukkutíma og fékk enginn fleiri en fjóra miða. Fólk stóð í röð yfir heila nótt í von um að fá miða.
Ekki ætla þó allir að nota miðann sinn í að mæta. Sumir reyna að græða á honum. Það var nefnilega byrjað að selja miða á netinu um leið og þeir voru búnir.
„Ég er hissa og finnst það í raun vera viðbjóðslegt að einhver ætli sér að reyna að græða á útför,“ segir Bob Gunnell, talsmaður Ali-fjölskyldunnar.
Reyna að græða á útför Ali
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið





„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti




Úlfarnir í úrslit vestursins
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn
Fleiri fréttir
