Muhammad Ali verður borinn til grafar í heimabæ sínum, Louisville í Kentucky, á morgun og komast færri á útförina en vildu koma.
Alls verður pláss fyrir 15 þúsund á útförinni og var miðum útdeilt frítt í gær. Þeir fóru á klukkutíma og fékk enginn fleiri en fjóra miða. Fólk stóð í röð yfir heila nótt í von um að fá miða.
Ekki ætla þó allir að nota miðann sinn í að mæta. Sumir reyna að græða á honum. Það var nefnilega byrjað að selja miða á netinu um leið og þeir voru búnir.
„Ég er hissa og finnst það í raun vera viðbjóðslegt að einhver ætli sér að reyna að græða á útför,“ segir Bob Gunnell, talsmaður Ali-fjölskyldunnar.
Reyna að græða á útför Ali
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti