Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum. Vísir/AFP Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira