Stelpurnar okkar – allar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. júní 2016 08:00 Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Sjá meira
Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun