Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur - Grótta 4-0 | Öruggur sigur Þróttara gegn Gróttu Smári Jökull Jónsson á Þróttarvelli skrifar 8. júní 2016 21:45 Dion á fullri ferð gegn Gróttu í kvöld. Vísir/eyþór Þróttarar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan 4-0 sigur á Gróttu í Laugardalnum í kvöld. Þróttarar höfðu yfirhöndina allan leikinn og 2.deildar lið Gróttu átti aldrei neinn alvöru möguleika á að gera leikinn spennandi. Brynjar Jónasson kom heimamönnum yfir á 15.mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Á 58.mínútu kom Dean Morgan Þrótturum í 2-0 eftir góðan undirbúning Arons Þórðar Albertssonar og fimm mínútum síðar skoraði Brynjar sitt annað mark eftir fallegt spil. Staðan orðin 3-0. Lokamarkið skoraði svo Kabongo Tshimanga í uppbótartíma eftir góðan undirbúning Vilhjálms Pálmasonar. Lokatölur 4-0 og Þróttarar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.Af hverju vann Þróttur?Þeir hafa einfaldlega á betra liði að skipa en Grótta og sýndu það í kvöld. Gróttumenn veittu þeim þó ágæta mótspyrnu og fengu hálffæri í fyrri hálfleik en heimamenn höfðu þó alltaf tök á leiknum. Þegar Thiago Pinto Borges kom inná í upphafi síðari hálfleiks varð spil heimamanna betra og sóknarleikur þeirra markvissari. Eftir að staðan var orðin 2-0 var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Gregg Ryder var greinilega búinn að undirbúa lið sitt vel fyrir leikinn og það örlaði ekki á vanmati hjá Þrótturum. Þeir gátu svo skipt mönnum inn í síðari hálfleiknum og Vilhjálmur Pálmason kom til dæmis sterkur inn með baráttu og vinnusemi.Hvað gekk illa?Stefáni Ara Björnssyni gekk fremur illa í úthlaupum og í tvígang fór hann í skógarferð þar sem hann missti af boltanum og hætta skapaðist við mark Gróttu. Í fyrra skiptið skoraði Þróttur og var það einmitt markið sem kom þeim á bragðið. Gróttumönnum gekk heldur ekkert sérstaklega vel að byggja upp sóknir. Þeir áttu of margar misheppnaðar sendingar og vantaði fleiri leikmenn sem sköpuðu hættu og voru virkir í sóknarleiknum. Tonny Mawejje gekk illa að spila boltanum hjá Þrótturum. Hann missti boltann á hættulegum stöðum og var svo tekinn útaf eftir 54 mínútur.Hverjir stóðu upp úr?Aron Þórður Albertsson átti góðan leik í liði Þróttar þó svo að það hafi dregið af honum undir lokin. Hann ógnaði oft með hraða sínum og tækni og gerði mjög vel þegar hann lagði upp annað mark leiksins fyrir Dean Morgan. Thiago Pinto Borges átti góða innkomu hjá heimamönnum. Hann stjórnaði spilinu vel og liðið skoraði þrjú mörk eftir að hann kom inn. Arnar Darri varði vel þegar á þufti að halda í marki Þróttar og þá var Aron Lloyd Green mjög sterkur í vinstri bakverðinum. Í liði Gróttu var Viktor Smári Segatta hættulegasti leikmaður þeirra í sókninni og þó svo að Stefán Ari hafi átt sök á fyrsta marki Þróttar, þá átti hann ágætan leik og bjargaði nokkrum sinnum vel.Hvað gerist næst?Grótta eru úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið og getur einbeitt sér að baráttunni í 2.deildinni þar sem þeir ættu að eiga góðan möguleika á að vinna sig upp í 1.deild. Þróttarar verða hins vegar í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit bikarsins og leikurinn í kvöld veitir þeim án efa sjálfstraust fyrir baráttuna framundan í Pepsi-deildinni. Það kemur væntanlega í ljóst á föstudag hverjir mótherjar Þróttar verða en 16-liða úrslitin klárast á morgun. Ryder: Erum að spila góðan fótboltaHallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, með boltann í leiknum.vísir/eyþórGregg Ryder þjálfari Þróttar var að vonum sáttur eftir sigurinn gegn Gróttu og sagði lið sitt hafa nálgast leikinn á fagmannlegan hátt. „Mér fannst við fagmannlegir. Við vildum skora snemma og ekki gefa þeim neinar vonir. Við kláruðum þá svo vel í seinni hálfleik og ég er mjög ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn í kvöld,“ sagði Ryder í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að við gætum gert okkur þetta auðvelt með því að skora snemma og spila vel. En ef við myndum ekki spila vel þá gæti Grótta auðveldlega strítt okkur. Þeir hafa haldið markinu hreinu í fjórum leikjum í 2.deildinni og eru með stóra stráka sem eru sterkir í loftinu. En við vorum vel undirbúnir og nálguðumst verkefnið af fagmennsku,“ bætti Ryder við. Thiago Pinto Borges kom inn á 54.mínútu fyrir Tonny Mawejje sem hafði átt fremur erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum. „Sóknarleikur okkar varð beinskeyttari þegar hann kom inn. Vandamálið í fyrri hálfleik var að við spiluðum of mikið til hliðar og á milli kanta. Thiago átti að koma inn, fá boltann aftarlega og sækja fram á við. Mér fannst við eiga að skapa fleiri færi í fyrri hálfleik miðað við hvað við vorum mikið með boltann,“ sagði Gregg og talaði um að það væri mikilvægt að halda áfram á sigurbraut. „Við unnum á sunnudaginn gegn ÍA og aftur nú í kvöld. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og við erum að spila góðan fótbolta þessa dagana. Við þurfum að halda því áfram í deildinni og stöðugleiki er lykillinn fyrir okkur,“ sagði Gregg Ryder þjálfari Þróttar að lokum. Úlfur: Er virkilega ánægður með mína mennvísir/eyþórÚlfur Blandon var svekktur með að vera fallinn úr bikarnum en ánægður með frammistöðu sinna manna í Gróttu eftir 4-0 tapið gegn Þrótti í kvöld. „Ég var virkilega ánægður með mína menn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum getað sett á þá allavega eitt ef ekki tvö mörk í byrjun leiks. En mörk byrja leikjum og svo fannst mér við koma ágætlega út í seinni hálfleik. Svo fór að draga af okkur þegar leið á leikinn,“ sagði Úlfur í samtali við Vísi eftir leik. „Við áttum skilið að komast hingað. Þróttarar eru búnir að spila á hátt í 20 leikmönnum í sumar á meðan við höfum notað 17. Það voru ekki nema 14 heilir í leiknum í dag og það þarf að stilla þetta af þannig að menn séu ferskir í leikina sem eru framundan,“ bætti Úlfur við en Grótta er í toppbaráttu í 2.deild og sitja þar í 2sæti eftir fimm leiki. Úlfur vildi ekki meina að stökkið frá 2.deildinni væri of mikið. „Nei, mér finnst það ekki. Mér fannst við alveg gefa þeim leik í fyrri hálfleik og markið sem þeir skora er virkilega ódýrt. Ef við hefðum nýtt eitthvað af færunum okkar þá hefðum við átt fínan séns í leiknum,“ sagði Úlfur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þróttarar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan 4-0 sigur á Gróttu í Laugardalnum í kvöld. Þróttarar höfðu yfirhöndina allan leikinn og 2.deildar lið Gróttu átti aldrei neinn alvöru möguleika á að gera leikinn spennandi. Brynjar Jónasson kom heimamönnum yfir á 15.mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Á 58.mínútu kom Dean Morgan Þrótturum í 2-0 eftir góðan undirbúning Arons Þórðar Albertssonar og fimm mínútum síðar skoraði Brynjar sitt annað mark eftir fallegt spil. Staðan orðin 3-0. Lokamarkið skoraði svo Kabongo Tshimanga í uppbótartíma eftir góðan undirbúning Vilhjálms Pálmasonar. Lokatölur 4-0 og Þróttarar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.Af hverju vann Þróttur?Þeir hafa einfaldlega á betra liði að skipa en Grótta og sýndu það í kvöld. Gróttumenn veittu þeim þó ágæta mótspyrnu og fengu hálffæri í fyrri hálfleik en heimamenn höfðu þó alltaf tök á leiknum. Þegar Thiago Pinto Borges kom inná í upphafi síðari hálfleiks varð spil heimamanna betra og sóknarleikur þeirra markvissari. Eftir að staðan var orðin 2-0 var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Gregg Ryder var greinilega búinn að undirbúa lið sitt vel fyrir leikinn og það örlaði ekki á vanmati hjá Þrótturum. Þeir gátu svo skipt mönnum inn í síðari hálfleiknum og Vilhjálmur Pálmason kom til dæmis sterkur inn með baráttu og vinnusemi.Hvað gekk illa?Stefáni Ara Björnssyni gekk fremur illa í úthlaupum og í tvígang fór hann í skógarferð þar sem hann missti af boltanum og hætta skapaðist við mark Gróttu. Í fyrra skiptið skoraði Þróttur og var það einmitt markið sem kom þeim á bragðið. Gróttumönnum gekk heldur ekkert sérstaklega vel að byggja upp sóknir. Þeir áttu of margar misheppnaðar sendingar og vantaði fleiri leikmenn sem sköpuðu hættu og voru virkir í sóknarleiknum. Tonny Mawejje gekk illa að spila boltanum hjá Þrótturum. Hann missti boltann á hættulegum stöðum og var svo tekinn útaf eftir 54 mínútur.Hverjir stóðu upp úr?Aron Þórður Albertsson átti góðan leik í liði Þróttar þó svo að það hafi dregið af honum undir lokin. Hann ógnaði oft með hraða sínum og tækni og gerði mjög vel þegar hann lagði upp annað mark leiksins fyrir Dean Morgan. Thiago Pinto Borges átti góða innkomu hjá heimamönnum. Hann stjórnaði spilinu vel og liðið skoraði þrjú mörk eftir að hann kom inn. Arnar Darri varði vel þegar á þufti að halda í marki Þróttar og þá var Aron Lloyd Green mjög sterkur í vinstri bakverðinum. Í liði Gróttu var Viktor Smári Segatta hættulegasti leikmaður þeirra í sókninni og þó svo að Stefán Ari hafi átt sök á fyrsta marki Þróttar, þá átti hann ágætan leik og bjargaði nokkrum sinnum vel.Hvað gerist næst?Grótta eru úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið og getur einbeitt sér að baráttunni í 2.deildinni þar sem þeir ættu að eiga góðan möguleika á að vinna sig upp í 1.deild. Þróttarar verða hins vegar í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit bikarsins og leikurinn í kvöld veitir þeim án efa sjálfstraust fyrir baráttuna framundan í Pepsi-deildinni. Það kemur væntanlega í ljóst á föstudag hverjir mótherjar Þróttar verða en 16-liða úrslitin klárast á morgun. Ryder: Erum að spila góðan fótboltaHallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, með boltann í leiknum.vísir/eyþórGregg Ryder þjálfari Þróttar var að vonum sáttur eftir sigurinn gegn Gróttu og sagði lið sitt hafa nálgast leikinn á fagmannlegan hátt. „Mér fannst við fagmannlegir. Við vildum skora snemma og ekki gefa þeim neinar vonir. Við kláruðum þá svo vel í seinni hálfleik og ég er mjög ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn í kvöld,“ sagði Ryder í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að við gætum gert okkur þetta auðvelt með því að skora snemma og spila vel. En ef við myndum ekki spila vel þá gæti Grótta auðveldlega strítt okkur. Þeir hafa haldið markinu hreinu í fjórum leikjum í 2.deildinni og eru með stóra stráka sem eru sterkir í loftinu. En við vorum vel undirbúnir og nálguðumst verkefnið af fagmennsku,“ bætti Ryder við. Thiago Pinto Borges kom inn á 54.mínútu fyrir Tonny Mawejje sem hafði átt fremur erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum. „Sóknarleikur okkar varð beinskeyttari þegar hann kom inn. Vandamálið í fyrri hálfleik var að við spiluðum of mikið til hliðar og á milli kanta. Thiago átti að koma inn, fá boltann aftarlega og sækja fram á við. Mér fannst við eiga að skapa fleiri færi í fyrri hálfleik miðað við hvað við vorum mikið með boltann,“ sagði Gregg og talaði um að það væri mikilvægt að halda áfram á sigurbraut. „Við unnum á sunnudaginn gegn ÍA og aftur nú í kvöld. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og við erum að spila góðan fótbolta þessa dagana. Við þurfum að halda því áfram í deildinni og stöðugleiki er lykillinn fyrir okkur,“ sagði Gregg Ryder þjálfari Þróttar að lokum. Úlfur: Er virkilega ánægður með mína mennvísir/eyþórÚlfur Blandon var svekktur með að vera fallinn úr bikarnum en ánægður með frammistöðu sinna manna í Gróttu eftir 4-0 tapið gegn Þrótti í kvöld. „Ég var virkilega ánægður með mína menn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum getað sett á þá allavega eitt ef ekki tvö mörk í byrjun leiks. En mörk byrja leikjum og svo fannst mér við koma ágætlega út í seinni hálfleik. Svo fór að draga af okkur þegar leið á leikinn,“ sagði Úlfur í samtali við Vísi eftir leik. „Við áttum skilið að komast hingað. Þróttarar eru búnir að spila á hátt í 20 leikmönnum í sumar á meðan við höfum notað 17. Það voru ekki nema 14 heilir í leiknum í dag og það þarf að stilla þetta af þannig að menn séu ferskir í leikina sem eru framundan,“ bætti Úlfur við en Grótta er í toppbaráttu í 2.deild og sitja þar í 2sæti eftir fimm leiki. Úlfur vildi ekki meina að stökkið frá 2.deildinni væri of mikið. „Nei, mér finnst það ekki. Mér fannst við alveg gefa þeim leik í fyrri hálfleik og markið sem þeir skora er virkilega ódýrt. Ef við hefðum nýtt eitthvað af færunum okkar þá hefðum við átt fínan séns í leiknum,“ sagði Úlfur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira