Útför bandarísku hnefaleikagoðsagnarinnar Muhammads Ali verður haldin í heimaborg hans, Louisville í Kentucky, á föstudaginn.
Útförin fer fram á KFC Yum! leikvanginum og verður opin almenningi. Á morgun verður svo minningarathöfn að múslimskum sið í Freedom Hall þar sem fyrsti bardagi Alis sem atvinnumaður fór fram.
Mörg fyrirmenni og þjóðarleigtogar hafa boðað komu sína á föstudaginn, þ.á.m. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, og Abdullah Jórdaníukonungur.
Barack Obama Bandaríkjaforseti getur hins vegar ekki verið viðstaddur útförina en eldri dóttir hans, Malia Ann, er að útskrifast úr menntaskóla á sama tíma.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður á meðal ræðumanna ásamt leikaranum Billy Crystal.
Annar leikari, Will Smith, verður á meðal kistubera en hann fór með hlutverk Alis í samnefndri mynd frá árinu 2011. Fyrrum heimsmeistarinn Lennox Lewis verður einnig á meðal kistubera.
Will Smith fylgir manninum sem hann lék síðasta spölinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


