Skemmtilega staðreyndin frá BBC sem sýnir afrek íslenska liðsins í réttu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 13:45 Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smara Guðjohnsen í gærkvöldi. Vísir/AFP Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira