Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2016 06:30 Ali og Atli bregða á leik. mynd/úr einkasafni Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira
Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni
Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira
Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45