Mercedes liðið í Formúlu 1 mun ekki leita samninga hjá öðrum ökumönnum á meðan framtíð Nico Rosberg er óráðin hjá liðinu samkvæmt liðsstjóra þess Toto Wolff.
Samningaviðræður standa yfir á milli Mercedes og Rosberg. Rosberg hefur leitað til Gerhard Berger fyrrum Formúlu 1 ökumanns til að aðstoða sig við samningagerðina. Rosberg leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna um þessar mundir.
„Eins og staðan er núna er markmiðið okkar að halda Nico [Rosberg] í liðinu. Við veitum ekki öðrum ökumönnum athygli á meðan,“ sagði Wolff í viðtali við Sport Bild.
„Við vitum að við erum með besta bílinn og afar sterkr lið og erum í góðri stöðu fyrir framtíðina. Það eru helstu rökin fyrir því að Nico ætti að vera áfram,“ bætti Wolff við.
„Ég myndi segja Sebastian Vettel það sama og ég hef sagt öðrum ökumönnum af hans geturstigi. Við munum leita samninga við okkar ökumenn fyrst og ef það gegnur ekki þá munum við líta í kringum ökkur,“ hélt Wolff áfram.
Sæti hjá Mercedes væri sennilega eitt það eftirsóttasta í Formúlu 1 um þessar mundir. Wolff gaf því undir fótin að liðið myndi hugsanlega nota ökumenn úr eigin röðum ef til þess kæmi að sæti losnaði. Pascal Wehrlein kæmi þar sterklega til greina.
