Flugverð lækkar á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 11:33 Flugverð lækkar á milli ára. Vísir/GVA Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd. Fréttir af flugi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.
Fréttir af flugi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira