Mikil bílasala í Evrópu í maí Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:16 Bílaumferð í Barcelona. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent
Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent