Samþykkja að vísa eflingu atvinnulífs Vestfjarða í nefnd Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. vísir/pjetur Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent