Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 20:25 Yolandi Visser alveg ótrúlega töff á tónleikum síðasta sumar. Vísir/EPA Tónleikum suður-afrísku hljómsveitarinnar Die Antwoord á Secret Solstice tónleikahátíðinni í kvöld var seinkað vegna tafa í flugsamgöngum til og frá landinu líkt og fram hefur komið á Vísi. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 11 og fara fram innanhús í tónleikasalnum Hel. Hel tekur um fimm þúsund standandi gesti en um sjö þúsund höfðu sett tónleikana í sína eigin persónulegu dagskrá áður en þeir voru færðir frá aðalsviðinu sem kallast Valhalla. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að verið sé að reyna gera það besta úr óviðráðanlegum aðstæðum. Ekki hefði verið um annan tónleikastað en Hel að ræða, ella hefði þurft að sleppa tónleikunum alveg sökum þess að leyfi til þess að hafa útitónleika gildir einungis til miðnættis.Yolandi Visser og félagar í Die Antwoord stíga á svið seinna en auglýst var.VísirMálið veldur nokkrum vandræðum fyrir hljómsveitina en hún þarf nú að endurskipuleggja fyrirhugaða tónleika sína hvað varðar ljós og annað. Þegar Vísir náði tali af Ósk voru hljómsveitarmeðlimir í svokölluðu sound-checki. Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og því má fastlega gera ráð fyrir því að meðlimir láti málið ekki slá sig út af laginu. Nokkrar breytingar á dagskrá Ósk hvetur aðdáendur til þess að koma sér snemma fyrir í röð vilji þeir tryggja sér pláss á Die Antwoord. Hún bendir þó á að Of Monsters and Men verði á stóra sviðinu, Valhalla, á sama tíma og því ætti fólksfjöldinn að dreifast á þessi tvö stóru nöfn. „Þetta er bara eins og á Airwaves, tónleikagestir þurfa að velja hvað þeir vilja sjá. Stundum er ekki hægt að sjá allt,“ útskýrir hún. Hel verður opið í nótt eftir tónleika Die Antwoord en þá stígur á svið listamaðurinn Kerri Chandler. „Nokkrar breytingar á dagskránni voru nauðsynlegar til þess að láta nýjan tíma rappsveitarinnar ganga upp,“ segir í tilkynningu. „Plötusnúðurinn Apollonia hefur verið færður í danstjaldið Ask klukkan 23:00 og plötusnúðarnir Stephane Ghenacia og Voyeur hafa verið færðir síðar um nóttina í Hel. Kerri Chandler kemur fram klukkan 00:30 eftir að Die Antwoord hafa klárað. Breski plötusnúðurinn Artwork kemur fram klukkan 18:50 á stærsta sviði hátíðarinnar Valhalla á sama tíma og Die Antwoord áttu að koma fram.“ Airwaves Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Prestarnir á Solstice telja ekki hægt að skrá kærleikann í nokkra bók. Vísir fékk að fylgjast með athöfn. 18. júní 2016 15:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Tónleikum suður-afrísku hljómsveitarinnar Die Antwoord á Secret Solstice tónleikahátíðinni í kvöld var seinkað vegna tafa í flugsamgöngum til og frá landinu líkt og fram hefur komið á Vísi. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 11 og fara fram innanhús í tónleikasalnum Hel. Hel tekur um fimm þúsund standandi gesti en um sjö þúsund höfðu sett tónleikana í sína eigin persónulegu dagskrá áður en þeir voru færðir frá aðalsviðinu sem kallast Valhalla. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að verið sé að reyna gera það besta úr óviðráðanlegum aðstæðum. Ekki hefði verið um annan tónleikastað en Hel að ræða, ella hefði þurft að sleppa tónleikunum alveg sökum þess að leyfi til þess að hafa útitónleika gildir einungis til miðnættis.Yolandi Visser og félagar í Die Antwoord stíga á svið seinna en auglýst var.VísirMálið veldur nokkrum vandræðum fyrir hljómsveitina en hún þarf nú að endurskipuleggja fyrirhugaða tónleika sína hvað varðar ljós og annað. Þegar Vísir náði tali af Ósk voru hljómsveitarmeðlimir í svokölluðu sound-checki. Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og því má fastlega gera ráð fyrir því að meðlimir láti málið ekki slá sig út af laginu. Nokkrar breytingar á dagskrá Ósk hvetur aðdáendur til þess að koma sér snemma fyrir í röð vilji þeir tryggja sér pláss á Die Antwoord. Hún bendir þó á að Of Monsters and Men verði á stóra sviðinu, Valhalla, á sama tíma og því ætti fólksfjöldinn að dreifast á þessi tvö stóru nöfn. „Þetta er bara eins og á Airwaves, tónleikagestir þurfa að velja hvað þeir vilja sjá. Stundum er ekki hægt að sjá allt,“ útskýrir hún. Hel verður opið í nótt eftir tónleika Die Antwoord en þá stígur á svið listamaðurinn Kerri Chandler. „Nokkrar breytingar á dagskránni voru nauðsynlegar til þess að láta nýjan tíma rappsveitarinnar ganga upp,“ segir í tilkynningu. „Plötusnúðurinn Apollonia hefur verið færður í danstjaldið Ask klukkan 23:00 og plötusnúðarnir Stephane Ghenacia og Voyeur hafa verið færðir síðar um nóttina í Hel. Kerri Chandler kemur fram klukkan 00:30 eftir að Die Antwoord hafa klárað. Breski plötusnúðurinn Artwork kemur fram klukkan 18:50 á stærsta sviði hátíðarinnar Valhalla á sama tíma og Die Antwoord áttu að koma fram.“
Airwaves Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Prestarnir á Solstice telja ekki hægt að skrá kærleikann í nokkra bók. Vísir fékk að fylgjast með athöfn. 18. júní 2016 15:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Prestarnir á Solstice telja ekki hægt að skrá kærleikann í nokkra bók. Vísir fékk að fylgjast með athöfn. 18. júní 2016 15:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög