Úrslitin réðust í A-riðli á EM 2016 í Frakklandi í kvöld.
Í Lille gerðu Frakkar og Svisslendingar markalaust jafntefli og í Lyon vann Albanía sögulegan sigur á Rúmeníu.
Frakkland vann A-riðilinn með sjö stig en Sviss endaði í 2. sæti með fimm stig. Þetta er í fyrsta sinn sem Svisslendingar komast áfram í útsláttarkeppni á EM.
Frakkar voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og mun líklegri til að skora.
Paul Pogba var reyndar nálægt því að skora sjálfsmark á 8. mínútu en eftir það tók franska liðið völdin.
Pogba var mjög hættulegur á kafla í fyrri hálfleik en Yann Sommer, markvörður Svisslendingar, varði tvisvar frá Juventus-manninum auk þess sem hann þrumaði í slánna.
Staðan var markalaus í hálfleik og fátt markvert gerðist í seinni hálfleiknum. Varamaðurinn Dimitri Payet komst næst því að skora þegar skot hans hafnaði í slánni á 75. mínútu. Antoine Griezmann fékk einnig ágætis færi til að skora en Sommer varði frá honum.
Hvorugu liðinu tókst að skora og því lyktaði leiknum með markalausu jafntefli.
Tréverkið kom Svisslendingum til bjargar í Lille
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
