Golf

Dustin Johnson efstur á Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dustin Johnson er með forystu á Opna bandaríska.
Dustin Johnson er með forystu á Opna bandaríska. vísir/getty
Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Andrew Landry eru efstir og jafnir eftir tvo daga á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, sem fer að þessu sinni fram á Oakmont Country Club í Pennsylvaníu.

Johnson og Landry hafa báðir leikið á fjórum höggum undir pari. Næstur kemur enski kylfingurinn Lee Westwood á þremur höggum undir pari.

Johnson hefur leikið tvo hringi en Landry og Westwood eiga enn eftir að klára annan hringinn.

Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy, Spánverjinn Sergio Garcia og Írinn Shane Lowry eru svo jafnir í 4. sætinu á tveimur höggum undir pari.

Veðrið hefur sett strik í reikninginn á mótinu en hætta þurfti keppni í fyrradag vegna þrumuveðurs. Fyrir vikið eiga margir kylfingar eftir að klára annan hringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×