Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn.
Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi.
Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt.
Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.
Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn
Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin.
Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0.
Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn.
Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi.
Örlög Króatanna ráðast á mánudaginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn