Fótbolti

Líklegt byrjunarlið Íslands í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson verða í byrjunarliðinu.
Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson verða í byrjunarliðinu. vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Ungverjalandi klukkan 16.00 í dag í öðrum leik liðanna á EM 2016 í fótbolta. Ungverjar eru með þrjú stig eftir fyrstu umferðina en Ísland með eitt stig eftir jafntefli gegn Portúgal.

Sigur fleytir Ungverjum beint í 16 liða úrslitin og jafntefli kemur þeim líklega þangað. Að sama skapi ætti sigur að koma okkar mönnum í 16 liða úrslitin.

Ekki er búist við neinum breytingum hjá íslenska liðinu í dag enda erfitt fyrir þjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson að taka menn úr liðinu eftir frammistöðuna gegn Portúgal.

Það má fastlega reikna með því að Lars og Heimir stilli upp sama liði og náði í stigið gegn Portúgal. Heimir sagði á blaðamannafundi í gær að allir væru heilir og jafnvel frískari eftir leikinn gegn Portúgal en fyrir mótið.

Kolbeinn Sigþórsson sagðist vera mun betri í hnénu en undanfarnar vikur og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson finnur ekkert til í náranum.

Líklegt byrjunarlið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason - Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Munum sýna á okkur aðra hlið

Ísland mætir Ungverjalandi í lykilleik í F-riðli EM 2016 í Frakklandi í Marseille í dag. Þjálfarar íslenska liðsins reikna með erfiðum leik tveggja jafnra liða þar sem minnstu smáatriði gætu ráðið úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×