Strákarnir okkar með stærsta hjartað Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júní 2016 06:00 Logi, Vigdís, Ragnheiður, Hallbera, Gulli, Emmsjé Gauti, Mikael og Rúnar Freyr styðja strákana okkar. Vísir/Anton Brink Strákarnir okkar spila gegn Ungverjum í dag í þýðingarmiklum leik á EM í Frakklandi. Blaðamaður tók púlsinn á nokkrum eldheitum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Ragnheiður Elín ÁrnadóttirAð rifna úr stolti yfir litla frændaRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, verður gestur í „fyrir-brúðkaups-fótboltapartíi“ hjá þingmanninum Vilhjálmi Árnasyni og Sigurlaugu, unnustu hans. „Til þess að tryggja að gestir mæti á tíma og verði í stuði hafa brúðhjónin sett upp skjá fyrir okkur veislugestina. Þetta er svona 2 fyrir 1 díll – bolti og brúðkaup!”Ertu með hjátrú eða hefð þegar kemur að landsleikjum? „Ég er yfirleitt mjög hjátrúarfull og finn til ábyrgðar þegar mitt lið er að spila. Ég var mjög slæm með þetta þegar ég var sjálf að keppa í íþróttum. Mér er meinilla við breytingar og reyni að gera hlutina eins þegar vel gengur – horfa á með sama fólkinu, á sama stað o.s.frv. Það verður ekki núna þar sem ég var á vellinum í Frakklandi í fyrsta leiknum. Það kom til með stuttum fyrirvara og ég lagði ýmislegt á mig svo það gengi upp – til að mynda held ég að ég sé núverandi Evrópumeistari í 18 mínútna spretthlaupi á háum hælum eftir að hafa náð frá flugvél að lest í París á þriðjudaginn,“ segir Ragnheiður og hlær.En hvernig er tilfinningin að horfa á frænda spila? „Tilfinningin ein og sér þegar Hjörtur „litli“ frændi minn var valinn í hópinn var algjörlega stórkostleg – 21 árs frábær íþróttamaður sem við í fjölskyldunni erum að rifna úr stolti yfir. Ég vona svo sannarlega að við fáum að sjá hann spreyta sig í Frakklandi.“Vísir/GVAVel leikinn fótbolti eins og listdansVigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, hefur gaman af fótbolta. Hún reynir að fylgjast alltaf með íslenskum landsliðum. Mér finnst vel leikinn fótbolti eins og listdans. Ég hef áhuga á fótbolta eins og öllum íþróttum, ekki síst því dótturdóttir mín hefur æft fótbolta í nokkur ár. Svo stendur maður með sínu fólki. Ég hef ætíð gert það. Vigdís vill engu spá fyrir um leikinn í kvöld, en leyfir sér að vona það besta.En hver er lykillinn að velgengni landsliðanna okkar? „Einurð og þjálfun. Það er eins og í öllum greinum. Skilningur á því um hvað er að ræða skiptir höfuðmáli.“ Rúnar Freyr GíslasonVísir/DaníelNú mega menn fara að vara sig!Rúnar Freyr Gíslason leikari horfir á leikinn í góðra vinahópi á Kaffihúsi Vesturbæjar. „Við horfðum saman á Portúgalsleikinn, þannig að það hlýtur að vera happa.“Ertu með hjátrú eða hefð þegar kemur að því að horfa á landsleiki? „Það er misjafnt. Ég var t.d. viss um að Portúgalarnir hefðu skorað bara vegna þess að ég fór að pissa! Maður getur verið svo órökréttur. Þú veist, ég veit alveg að strákarnir okkar vissu ekkert um mína klósettferð, en samt hélt ég í mér allan leikinn eftir þetta. Og það skilaði sér, við skoruðum jöfnunarmarkið!“ En Rúnar ætlar ekki að sitja heima lengi. „Ég er á leiðinni út, ég verð í París þegar við vinnum Austurríkismenn og komumst áfram! Flýg út 20. júní, þannig að nú mega menn fara að vara sig.Lars minnir Loga á afa sinnLogi Pedro Stefánsson tónlistarmaður horfir á leikinn í útskriftarveislu eða í sólinni á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. Hann spáir 2-1 sigri Íslendinga í dag og segist eiga nokkra uppáhalds leikmenn í liðinu. „Mér finnst Aron Einar mjög töff. Frábær gaur og skepna á vellinum. Jón Daði flott týpa. Svo er Raggi Sig flottur líka, hann náði mér alveg á sitt band í myndinni Jökullinn logar. Birkir Már Valsari. Gott lið í heildina.“En Lars Lagerbäck, er hann svalasti fótboltaþjálfarinn?„Hann er flottur. Minnir mig stundum á afa.“Hallbera Guðný GísladóttirVísirStrákarnir okkar með stærsta hjartaðHallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta, er gríðarlega spennt fyrir leiknum. Sjálf gefur hún strákunum góð ráð, enda áður keppt á stórmóti. „Þið komið kannski frá minnsta landinu en þið eruð með stærsta hjartað og farið langt á því. Njótið augnabliksins, þið eruð að skrifa nýjan kafla í íþróttasöguna!“ Mikael TorfasonMeð fótboltabullu í Breiðholti Mikael Torfason rithöfundur, ætlar að horfa á leikinn heima hjá sér í Breiðholti með fjölskyldunni. „Það eru allir velkomnir að sjálfsögðu. Á heimilinu er ein fótboltabulla úr sjötta flokki Fjölnis sem mun öskra í stofunni í 90 mínútur ef ég þekki hann rétt. Ég fer svo út sjálfur til að sjá Ísland vinna Austurríki í París.Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn? „Auðvitað er ég sturlaður Eiðsmaður eins og flestir og hef verið það lengi. Eiður er stórkostlegur fótboltamaður og ekkert smá ánægjulegt að sjá hann loksins á stórmóti.“Er Lars Lagerbäck nettasti gaur í heimi? „Uh, já. Og ekki bara það heldur skín af honum svo góður þokki. Þetta er yfirvegaður og góður stjórnandi sem er bæði hrokalaus og auðvitað snillingur þegar kemur að taktík í fótbolta.“ Emmsjé GautiVísir/PjéturSígó rétt fyrir hálfleik tryggir gott gengiEmmsjé Gauti ætlar að horfa á leikinn á stóru tjaldi á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardal. Hann segist enga hjátrú hafa fyrir leiki Íslands. „Nei, ég er ekki svo klikkaður. Frændi minn trúir því hins vegar að liðið sem hann heldur með skori ef hann fær sér sígó rétt fyrir hálfleik.“Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í liðinu? „Það er auðvitað Aron Gunnarsson. Hann er ekki bara skotfastur og góður leikmaður, hann er líka góðhjartaður og skynsamur ungur drengur sem elskar rapptónlist. Annars er ég líka drullufúll að þeir hafi skilið módelið hann Rúrik Gíslason eftir heima. Leikirnir eru ekki jafn fallegir án hans.“Gulli HelgaVið tökum þetta!Gunnlaugur Helgason dagskrárgerðarmaður, betur þekktur sem Gulli Helga, er einarður stuðningsmaður íslenska liðsins. Hann spáir góðu gengi liðsins í leiknum í dag. „Ungverjar skora fyrsta markið. En við tökum þetta! Leikurinn endar 2-1.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Strákarnir okkar spila gegn Ungverjum í dag í þýðingarmiklum leik á EM í Frakklandi. Blaðamaður tók púlsinn á nokkrum eldheitum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Ragnheiður Elín ÁrnadóttirAð rifna úr stolti yfir litla frændaRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, verður gestur í „fyrir-brúðkaups-fótboltapartíi“ hjá þingmanninum Vilhjálmi Árnasyni og Sigurlaugu, unnustu hans. „Til þess að tryggja að gestir mæti á tíma og verði í stuði hafa brúðhjónin sett upp skjá fyrir okkur veislugestina. Þetta er svona 2 fyrir 1 díll – bolti og brúðkaup!”Ertu með hjátrú eða hefð þegar kemur að landsleikjum? „Ég er yfirleitt mjög hjátrúarfull og finn til ábyrgðar þegar mitt lið er að spila. Ég var mjög slæm með þetta þegar ég var sjálf að keppa í íþróttum. Mér er meinilla við breytingar og reyni að gera hlutina eins þegar vel gengur – horfa á með sama fólkinu, á sama stað o.s.frv. Það verður ekki núna þar sem ég var á vellinum í Frakklandi í fyrsta leiknum. Það kom til með stuttum fyrirvara og ég lagði ýmislegt á mig svo það gengi upp – til að mynda held ég að ég sé núverandi Evrópumeistari í 18 mínútna spretthlaupi á háum hælum eftir að hafa náð frá flugvél að lest í París á þriðjudaginn,“ segir Ragnheiður og hlær.En hvernig er tilfinningin að horfa á frænda spila? „Tilfinningin ein og sér þegar Hjörtur „litli“ frændi minn var valinn í hópinn var algjörlega stórkostleg – 21 árs frábær íþróttamaður sem við í fjölskyldunni erum að rifna úr stolti yfir. Ég vona svo sannarlega að við fáum að sjá hann spreyta sig í Frakklandi.“Vísir/GVAVel leikinn fótbolti eins og listdansVigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, hefur gaman af fótbolta. Hún reynir að fylgjast alltaf með íslenskum landsliðum. Mér finnst vel leikinn fótbolti eins og listdans. Ég hef áhuga á fótbolta eins og öllum íþróttum, ekki síst því dótturdóttir mín hefur æft fótbolta í nokkur ár. Svo stendur maður með sínu fólki. Ég hef ætíð gert það. Vigdís vill engu spá fyrir um leikinn í kvöld, en leyfir sér að vona það besta.En hver er lykillinn að velgengni landsliðanna okkar? „Einurð og þjálfun. Það er eins og í öllum greinum. Skilningur á því um hvað er að ræða skiptir höfuðmáli.“ Rúnar Freyr GíslasonVísir/DaníelNú mega menn fara að vara sig!Rúnar Freyr Gíslason leikari horfir á leikinn í góðra vinahópi á Kaffihúsi Vesturbæjar. „Við horfðum saman á Portúgalsleikinn, þannig að það hlýtur að vera happa.“Ertu með hjátrú eða hefð þegar kemur að því að horfa á landsleiki? „Það er misjafnt. Ég var t.d. viss um að Portúgalarnir hefðu skorað bara vegna þess að ég fór að pissa! Maður getur verið svo órökréttur. Þú veist, ég veit alveg að strákarnir okkar vissu ekkert um mína klósettferð, en samt hélt ég í mér allan leikinn eftir þetta. Og það skilaði sér, við skoruðum jöfnunarmarkið!“ En Rúnar ætlar ekki að sitja heima lengi. „Ég er á leiðinni út, ég verð í París þegar við vinnum Austurríkismenn og komumst áfram! Flýg út 20. júní, þannig að nú mega menn fara að vara sig.Lars minnir Loga á afa sinnLogi Pedro Stefánsson tónlistarmaður horfir á leikinn í útskriftarveislu eða í sólinni á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. Hann spáir 2-1 sigri Íslendinga í dag og segist eiga nokkra uppáhalds leikmenn í liðinu. „Mér finnst Aron Einar mjög töff. Frábær gaur og skepna á vellinum. Jón Daði flott týpa. Svo er Raggi Sig flottur líka, hann náði mér alveg á sitt band í myndinni Jökullinn logar. Birkir Már Valsari. Gott lið í heildina.“En Lars Lagerbäck, er hann svalasti fótboltaþjálfarinn?„Hann er flottur. Minnir mig stundum á afa.“Hallbera Guðný GísladóttirVísirStrákarnir okkar með stærsta hjartaðHallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta, er gríðarlega spennt fyrir leiknum. Sjálf gefur hún strákunum góð ráð, enda áður keppt á stórmóti. „Þið komið kannski frá minnsta landinu en þið eruð með stærsta hjartað og farið langt á því. Njótið augnabliksins, þið eruð að skrifa nýjan kafla í íþróttasöguna!“ Mikael TorfasonMeð fótboltabullu í Breiðholti Mikael Torfason rithöfundur, ætlar að horfa á leikinn heima hjá sér í Breiðholti með fjölskyldunni. „Það eru allir velkomnir að sjálfsögðu. Á heimilinu er ein fótboltabulla úr sjötta flokki Fjölnis sem mun öskra í stofunni í 90 mínútur ef ég þekki hann rétt. Ég fer svo út sjálfur til að sjá Ísland vinna Austurríki í París.Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn? „Auðvitað er ég sturlaður Eiðsmaður eins og flestir og hef verið það lengi. Eiður er stórkostlegur fótboltamaður og ekkert smá ánægjulegt að sjá hann loksins á stórmóti.“Er Lars Lagerbäck nettasti gaur í heimi? „Uh, já. Og ekki bara það heldur skín af honum svo góður þokki. Þetta er yfirvegaður og góður stjórnandi sem er bæði hrokalaus og auðvitað snillingur þegar kemur að taktík í fótbolta.“ Emmsjé GautiVísir/PjéturSígó rétt fyrir hálfleik tryggir gott gengiEmmsjé Gauti ætlar að horfa á leikinn á stóru tjaldi á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardal. Hann segist enga hjátrú hafa fyrir leiki Íslands. „Nei, ég er ekki svo klikkaður. Frændi minn trúir því hins vegar að liðið sem hann heldur með skori ef hann fær sér sígó rétt fyrir hálfleik.“Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í liðinu? „Það er auðvitað Aron Gunnarsson. Hann er ekki bara skotfastur og góður leikmaður, hann er líka góðhjartaður og skynsamur ungur drengur sem elskar rapptónlist. Annars er ég líka drullufúll að þeir hafi skilið módelið hann Rúrik Gíslason eftir heima. Leikirnir eru ekki jafn fallegir án hans.“Gulli HelgaVið tökum þetta!Gunnlaugur Helgason dagskrárgerðarmaður, betur þekktur sem Gulli Helga, er einarður stuðningsmaður íslenska liðsins. Hann spáir góðu gengi liðsins í leiknum í dag. „Ungverjar skora fyrsta markið. En við tökum þetta! Leikurinn endar 2-1.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira