Ævintýralegt ferðalag um Namibíu Finnur Thorlacius skrifar 19. júní 2016 09:00 Magnaðar sandöldur er að finna í Namibíu. Það er ávallt heillandi að koma til fjarlægra landa og víst má telja að hverjum Íslendingi sem til Namibíu kemur finnist hún frábrugðin ættlandinu. Þó eru ferðir Íslendinga þar ekki fátíðar þar sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur unnið gott starf í Namibíu auk þess sem útgerðarfélagið Samherji á Akureyri er með heilmikla útgerð þar í samstarfi við heimamenn. Fyrir mann sem aldrei hefur komið til Afríku er ef til vill einkennilegt að halda til Namibíu en þetta stóra land er sunnarlega í álfunni, fyrir norðan Suður-Afríku og liggur að Atlantshafinu.Reynsluakstur Toyota Hilux Ástæða ferðarinnar var að reynsluaka nýrri kynslóð Toyota Hilux jeppans. Staðsetning prófunarinnar í Namibíu á að hluta til skýringu í því að bíllinn er framleiddur í Durban í nágrannaríkinu Suður-Afríku og það fyrir bæði Evrópumarkað og Afríku. Að auki er Namibía kjörið land til að prófa bíl eins og Hilux sem fær er um að glíma við þetta hrjóstruga og víða fjalllenda land með sínum heillandi sandöldum. Langan tíma tekur að ferðast til Namibíu, en flogið var fyrst til London og þaðan til Jóhannesarborgar í 11 tíma flugi. Þá var eftir tveggja tíma flug til höfuðborgar Namibíu, Windhoek.Auðugt dýralíf í Namibíu.Ferðast í 28 klukkustundir Alls tók ferðalagið 28 klukkustundir og reynt að sofa sem mest í langa fluginu því kominn var nýr dagur þegar lent var í Jóhannesarborg. Namibía er ansi stórt land eða um átta sinnum stærra en Ísland og álíka strjálbýlt því þar búa um 2,2 milljónir manns. Landið er undir talsverðum þýskum áhrifum enda sex prósent þjóðarinnar af þýskum uppruna og hafa þeir af stórum hluta byggt upp það efnahagslíf sem þar vex hreint bærilega á afríska vísu. Á þessum tíma árs er veður lag vel þolanlegt fyrir Íslendinga, enda vetur að taka við af sumri á suðurhveli, en landið er á 17.-28. gráðu suðlægrar breiddar. Þá má búast við 25-28 stigum að degi og sól allan daginn en kvöldin talsvert svalari eins og átti eftir að koma í ljós. Aldrei sást skýhnoðri á himni alla þá daga sem dvalið var í Namibíu, enda landið afar sólríkt.40 stiga hiti Reyndar upplifðu leiðangursmenn, sem voru þrír frá Íslandi, allt upp í 40 gráðu hita er nálgast var sandöldurnar nærri Atlantshafsströndinni á þriðja degi ferðar og var sá dagur víst óvenjulega heitur fyrir þennan tíma árs. Vindur stóð frá hærra landi úr austri og skýringin því áhrif hnjúkaþeys. Var undarlegt að stíga út úr loftkældum bílnum eftir um 200 km samfelldan akstur úr fjöllunum og finna fyrir þeim hitavegg sem tók á móti leiðangursmönnum.Einkar vel búin tjöld í Namibgrens.Á slóðum Pitts og Jolie Fyrsta daginn eftir að lent var í Windhoek, sem mætti þýða sem vindhorn, var okkur ekið til dýraverndunarsvæðisins Naankuse, sem ekki er síst frægt fyrir það að ofurparið Brad Pitt og Angelina Jolie hafa myndarlega stutt við starfið þar með miklum fjárframlögum. Reyndar gistum við í einu af þeim mörgu „lodge“-húsum sem tilheyra Naankuse og einmitt í því húsi sem þau höfðu dvalið í skömmu áður. Þar var ekki í kot vísað enda húsið hið glæsilegasta og vafalaust úr takti við almennan húsakost í landinu.Safarí í Naankuse Í Naankuse var síðan boðið til safarí-ferðar til að skoða dýraverndunarsvæðið og var það upplifun sem aldrei mun gleymast. Þar leyndust stórkettir eins og ljón, pardusdýr, blettatígrar, gaupur og villihundar allsérstakir, sem eru í bráðri útrýmingarhættu, enda ekki nema 3-400 dýr eftir í landinu. Auk þess voru bavíanar þar í verndargirðingum en allar voru þær afar rúmar fyrir dýrin og þau rétt eins og í hefðbundnu umhverfi sínu. Leiðangursstjóri ferðarinnar, sem var innfæddur, gaf öllum kattardýrunum að éta. Var þar ómælt hrossakjöt á matseðlinum og afar vel þegið af dýrunum, sem sýndu grimmd sína þar sem þau biðu óþreyjufull eftir æti.Gist í tjöldum í Namibgrens Næsta dag var ekið frá Naankuse upp í fjöllin í Namibgrens. Namibía heitir eftir Namib-eyðimörkinni sem er talin elsta eyðimörk í heimi. Heitið Namibgrens þýðir mörk Namib-eyðimerkurinnar og grens-hluti nafnsins fenginn úr þýsku. Ekki fór fyrir neinum byggingum í Namibgrens heldur var þar gist í tjöldum sem voru þó einkar vel búin, líkt og lítil hótelherbergi og þar fór afar vel um leiðangursmenn. Eftir góða kvöldmáltíð í kjölfar um 250 kílómetra aksturs var kveiktur varðeldur enda full þörf á, því þarna kólnar afar hratt er rökkva tekur. Í fjöllunum í nágrenni Namibgrens var glímt við ótrúlega erfiðar leiðir og þar sannaðist hvílíkur kostagripur Toyota Hilux er. Þá var víða gott að búa að lága drifinu og driflæsingu bílsins. Á stundum höfðu ökumenn líklega enga trú á því að bíllinn kæmist lengra en áfram fór þó bílalestin og ekkert fékk stöðvað för.Ekið í 2.000 metra hæð Daginn eftir var ekið frá Namibgrens og alla leið að strönd Atlantshafsins við Swakopmund, sem sem minnir um margt á þýskan bæ, einkum byggingarnar. Á leiðinni var farið um mikið fjalllendi og náð um 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Útsýnið var ævintýralegt yfir slétturnar í vesturátt. Það vakti athygli leiðangursmanna hve malarvegirnir sem ekið var eftir voru góðir og breiðir, á stundum eins og breiðstræti. Var skammlaust hægt að aka eftir þeim löngum stundum á allt að 140 kílómetra hraða.Vinstri umferð í Namibíu Vinstri umferð er í Namibíu líkt og í Suður-Afríku en bílarnir þó með stýrið vinstra megin. Því urðu ökumenn að vanda sig meira við aksturinn og minna sig stöðugt á að umferðin er „vitlausu“ megin. Þegar komið var langleiðina að strönd Atlantshafsins blöstu við gríðarháar sandöldur, sem eru þær stærstu í heimi og ná allt að 450 metra hæð. Hádegisverður var snæddur við Dune 7 og eftir hann tók við magnaður akstur um sandöldurnar. Sérstakri tækni þarf að beita við akstur um þær og bílarnir svo til alltaf í lága drifinu. Magnað var að demba sér niður snarbrattar öldurnar og magafiðringurinn stundum nær óbærilegur þegar bíllinn valt yfir þær. Það var ótrúlegt að finna hve Hiluxinn fór létt með að komast upp öldurnar en þá varð að gæta að því að fara aldrei af bensíngjöfinni, sem nær alltaf var stigin í botn. Að þeim akstri loknum var ekið að Atlantshafsströndinni og gist á dásamlegu hóteli í Swakopmund. Daginn eftir fóru glaðir leiðangursmenn aftur í 28 klukkustunda ferðalag heim til Íslands reynslunni ríkari. Það var ævintýri líkast að dvelja í Namibíu og hverfur engum okkar úr minni. Namibía Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Það er ávallt heillandi að koma til fjarlægra landa og víst má telja að hverjum Íslendingi sem til Namibíu kemur finnist hún frábrugðin ættlandinu. Þó eru ferðir Íslendinga þar ekki fátíðar þar sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur unnið gott starf í Namibíu auk þess sem útgerðarfélagið Samherji á Akureyri er með heilmikla útgerð þar í samstarfi við heimamenn. Fyrir mann sem aldrei hefur komið til Afríku er ef til vill einkennilegt að halda til Namibíu en þetta stóra land er sunnarlega í álfunni, fyrir norðan Suður-Afríku og liggur að Atlantshafinu.Reynsluakstur Toyota Hilux Ástæða ferðarinnar var að reynsluaka nýrri kynslóð Toyota Hilux jeppans. Staðsetning prófunarinnar í Namibíu á að hluta til skýringu í því að bíllinn er framleiddur í Durban í nágrannaríkinu Suður-Afríku og það fyrir bæði Evrópumarkað og Afríku. Að auki er Namibía kjörið land til að prófa bíl eins og Hilux sem fær er um að glíma við þetta hrjóstruga og víða fjalllenda land með sínum heillandi sandöldum. Langan tíma tekur að ferðast til Namibíu, en flogið var fyrst til London og þaðan til Jóhannesarborgar í 11 tíma flugi. Þá var eftir tveggja tíma flug til höfuðborgar Namibíu, Windhoek.Auðugt dýralíf í Namibíu.Ferðast í 28 klukkustundir Alls tók ferðalagið 28 klukkustundir og reynt að sofa sem mest í langa fluginu því kominn var nýr dagur þegar lent var í Jóhannesarborg. Namibía er ansi stórt land eða um átta sinnum stærra en Ísland og álíka strjálbýlt því þar búa um 2,2 milljónir manns. Landið er undir talsverðum þýskum áhrifum enda sex prósent þjóðarinnar af þýskum uppruna og hafa þeir af stórum hluta byggt upp það efnahagslíf sem þar vex hreint bærilega á afríska vísu. Á þessum tíma árs er veður lag vel þolanlegt fyrir Íslendinga, enda vetur að taka við af sumri á suðurhveli, en landið er á 17.-28. gráðu suðlægrar breiddar. Þá má búast við 25-28 stigum að degi og sól allan daginn en kvöldin talsvert svalari eins og átti eftir að koma í ljós. Aldrei sást skýhnoðri á himni alla þá daga sem dvalið var í Namibíu, enda landið afar sólríkt.40 stiga hiti Reyndar upplifðu leiðangursmenn, sem voru þrír frá Íslandi, allt upp í 40 gráðu hita er nálgast var sandöldurnar nærri Atlantshafsströndinni á þriðja degi ferðar og var sá dagur víst óvenjulega heitur fyrir þennan tíma árs. Vindur stóð frá hærra landi úr austri og skýringin því áhrif hnjúkaþeys. Var undarlegt að stíga út úr loftkældum bílnum eftir um 200 km samfelldan akstur úr fjöllunum og finna fyrir þeim hitavegg sem tók á móti leiðangursmönnum.Einkar vel búin tjöld í Namibgrens.Á slóðum Pitts og Jolie Fyrsta daginn eftir að lent var í Windhoek, sem mætti þýða sem vindhorn, var okkur ekið til dýraverndunarsvæðisins Naankuse, sem ekki er síst frægt fyrir það að ofurparið Brad Pitt og Angelina Jolie hafa myndarlega stutt við starfið þar með miklum fjárframlögum. Reyndar gistum við í einu af þeim mörgu „lodge“-húsum sem tilheyra Naankuse og einmitt í því húsi sem þau höfðu dvalið í skömmu áður. Þar var ekki í kot vísað enda húsið hið glæsilegasta og vafalaust úr takti við almennan húsakost í landinu.Safarí í Naankuse Í Naankuse var síðan boðið til safarí-ferðar til að skoða dýraverndunarsvæðið og var það upplifun sem aldrei mun gleymast. Þar leyndust stórkettir eins og ljón, pardusdýr, blettatígrar, gaupur og villihundar allsérstakir, sem eru í bráðri útrýmingarhættu, enda ekki nema 3-400 dýr eftir í landinu. Auk þess voru bavíanar þar í verndargirðingum en allar voru þær afar rúmar fyrir dýrin og þau rétt eins og í hefðbundnu umhverfi sínu. Leiðangursstjóri ferðarinnar, sem var innfæddur, gaf öllum kattardýrunum að éta. Var þar ómælt hrossakjöt á matseðlinum og afar vel þegið af dýrunum, sem sýndu grimmd sína þar sem þau biðu óþreyjufull eftir æti.Gist í tjöldum í Namibgrens Næsta dag var ekið frá Naankuse upp í fjöllin í Namibgrens. Namibía heitir eftir Namib-eyðimörkinni sem er talin elsta eyðimörk í heimi. Heitið Namibgrens þýðir mörk Namib-eyðimerkurinnar og grens-hluti nafnsins fenginn úr þýsku. Ekki fór fyrir neinum byggingum í Namibgrens heldur var þar gist í tjöldum sem voru þó einkar vel búin, líkt og lítil hótelherbergi og þar fór afar vel um leiðangursmenn. Eftir góða kvöldmáltíð í kjölfar um 250 kílómetra aksturs var kveiktur varðeldur enda full þörf á, því þarna kólnar afar hratt er rökkva tekur. Í fjöllunum í nágrenni Namibgrens var glímt við ótrúlega erfiðar leiðir og þar sannaðist hvílíkur kostagripur Toyota Hilux er. Þá var víða gott að búa að lága drifinu og driflæsingu bílsins. Á stundum höfðu ökumenn líklega enga trú á því að bíllinn kæmist lengra en áfram fór þó bílalestin og ekkert fékk stöðvað för.Ekið í 2.000 metra hæð Daginn eftir var ekið frá Namibgrens og alla leið að strönd Atlantshafsins við Swakopmund, sem sem minnir um margt á þýskan bæ, einkum byggingarnar. Á leiðinni var farið um mikið fjalllendi og náð um 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Útsýnið var ævintýralegt yfir slétturnar í vesturátt. Það vakti athygli leiðangursmanna hve malarvegirnir sem ekið var eftir voru góðir og breiðir, á stundum eins og breiðstræti. Var skammlaust hægt að aka eftir þeim löngum stundum á allt að 140 kílómetra hraða.Vinstri umferð í Namibíu Vinstri umferð er í Namibíu líkt og í Suður-Afríku en bílarnir þó með stýrið vinstra megin. Því urðu ökumenn að vanda sig meira við aksturinn og minna sig stöðugt á að umferðin er „vitlausu“ megin. Þegar komið var langleiðina að strönd Atlantshafsins blöstu við gríðarháar sandöldur, sem eru þær stærstu í heimi og ná allt að 450 metra hæð. Hádegisverður var snæddur við Dune 7 og eftir hann tók við magnaður akstur um sandöldurnar. Sérstakri tækni þarf að beita við akstur um þær og bílarnir svo til alltaf í lága drifinu. Magnað var að demba sér niður snarbrattar öldurnar og magafiðringurinn stundum nær óbærilegur þegar bíllinn valt yfir þær. Það var ótrúlegt að finna hve Hiluxinn fór létt með að komast upp öldurnar en þá varð að gæta að því að fara aldrei af bensíngjöfinni, sem nær alltaf var stigin í botn. Að þeim akstri loknum var ekið að Atlantshafsströndinni og gist á dásamlegu hóteli í Swakopmund. Daginn eftir fóru glaðir leiðangursmenn aftur í 28 klukkustunda ferðalag heim til Íslands reynslunni ríkari. Það var ævintýri líkast að dvelja í Namibíu og hverfur engum okkar úr minni.
Namibía Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira