Mamma Alfreðs: „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2016 22:30 Vísir/Vilhelm Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira