Fyrsta markalausa jafnteflið á EM í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 20:45 Mesut Özil í baráttunni við Grzegorz Krychowiak og Krzysztof Maczynski. vísir/epa Þýskaland og Pólland gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Þetta er fyrsti leikur Evrópumótsins í ár þar sem hvorugt liðið nær að skora mark. Pólverjar voru örugglega ánægðari með úrslitin en Þjóðverjar enda þýska liðið mun meira með boltann í leiknum auk þess að Þjóðverjarnir sköpuðu sér fleiri færi. Þessi úrslit voru samt verst fyrir Úkraínumenn enda þýða þau að Úkraína er fyrsta liðið á EM sem á ekki lengur möguleika á því að komast í sextán liða úrslitin. Bæði lið Þýskaland og Póllanda eru með fjögur stig og í ágætri stöðu í tveimur efstu sætum C-riðilsins. Norður Írar eru í 3. sætinu með 3 stig en eftir þessi úrslit er ljóst að Úkraínumenn eru úr leik enda enn án stiga. Þjóðverjar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleiknum og áttu einnig fleiri skot en annars var lítið um góð færi í hálfleiknum. Pólverjar fóru varlega og tóku litla áhættu. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir góðum færum í seinni hálfleik því bæði lið voru búin að fá færi áður en tvær mínútur voru liðnar. Fyrst skallaði Arek Milik rétt framhjá og svo varði Lukasz Fabianski vel frá Mario Götze. Pólverjar reyndu meira í seinni hálfleiknum en eftir viðburðaríka byrjun á seinni hálfleiknum hægðist aftur á leiknum. Þjóðverjar mæta Norður-Írum í lokaumferðinni en Pólverjar spila þá við Úkraínu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Þýskaland og Pólland gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Þetta er fyrsti leikur Evrópumótsins í ár þar sem hvorugt liðið nær að skora mark. Pólverjar voru örugglega ánægðari með úrslitin en Þjóðverjar enda þýska liðið mun meira með boltann í leiknum auk þess að Þjóðverjarnir sköpuðu sér fleiri færi. Þessi úrslit voru samt verst fyrir Úkraínumenn enda þýða þau að Úkraína er fyrsta liðið á EM sem á ekki lengur möguleika á því að komast í sextán liða úrslitin. Bæði lið Þýskaland og Póllanda eru með fjögur stig og í ágætri stöðu í tveimur efstu sætum C-riðilsins. Norður Írar eru í 3. sætinu með 3 stig en eftir þessi úrslit er ljóst að Úkraínumenn eru úr leik enda enn án stiga. Þjóðverjar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleiknum og áttu einnig fleiri skot en annars var lítið um góð færi í hálfleiknum. Pólverjar fóru varlega og tóku litla áhættu. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir góðum færum í seinni hálfleik því bæði lið voru búin að fá færi áður en tvær mínútur voru liðnar. Fyrst skallaði Arek Milik rétt framhjá og svo varði Lukasz Fabianski vel frá Mario Götze. Pólverjar reyndu meira í seinni hálfleiknum en eftir viðburðaríka byrjun á seinni hálfleiknum hægðist aftur á leiknum. Þjóðverjar mæta Norður-Írum í lokaumferðinni en Pólverjar spila þá við Úkraínu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira