Bakarasonurinn Kolbeinn Sigþórsson fór svo sannarlega á kostum í háloftunum í Saint-Étienne í kvöld. Víkingurinn uppaldi vann hvorki fleiri né færri en átján skallabolta í leiknum í kvöld en Portúgalar höfðu samanlagt, allir ellefu, betur í sautján skallaeinvígum.
Kolbeinn spilaði í fremstu víglínu með Jóni Daða Böðvarssyni og vann boltann aftur og aftur í loftinu en seinni boltinn hafnaði hins vegar oftar en ekki hjá Portúgölum.
Frábær frammistaða hjá Kolbeini sem stóð sig frábærlega í kvöld eins og strákarnir okkar allir sem einn.
Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið

Tengdar fréttir

Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur.

Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu
Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik

Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins.