Fótbolti

Ronaldo jafnar landsleikjamet Figo í kvöld á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo er að sjálfsögðu í byrjunarliði portúgalska landsliðsins á móti Íslandi í Saint-Étienne í kvöld.

Ronaldo leikur 127. landsleik sinn á móti Íslandi og jafnar þar með landsleikjamet Luís Figo.

Luis Figo lék 127 landsleiki frá 1991 til 2006. Hann lék við hlið Cristiano Ronaldo síðustu þrjú árin sín í landsliðinu.

Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta landsleik á móti Kasakstan 20. ágúst 2003. Hann lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM árið 2004.  Þetta verður þriðji landsleikur hans á móti Íslandi en hann skoraði eitt mark í þeim fyrsta haustið 2010.

Cristiano Ronaldo hefur þegar slegið markametið en kappinn er kominn með 58 mörk fyrir portúgalska landsliðið eða ellefu mörkum meira en Pauleta sem átti metið áður.

Pauleta tók metið áður af Eusébio sem skoraði 41 mark í 64 leikjum frá 1961 til 1973. Pauleta lék sinn síðasta landsleik árið 2006 eins og Luís Figo.

Luís Figo er fjórði markahæsti landsliðsmaður Portúgals með 32 mörk í leikjunum 127.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×