Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Íbúar Washington DC halda á skiltum til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. Nordicphotos/AFP Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, hefur kallað eftir því að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, kalli árásina hryðjuverk róttækra íslamista“. Repúblikanar hafa kallað eftir því að demókratar noti slíka skilgreiningu á hryðjuverkum undanfarin misseri.Donald TrumpVísir/AFPClinton sagði hins vegar að skilgreiningar skiptu ekki máli í viðtali á CNN í gær. „Mér finnst meiru máli skipta hvað við gerum en hvað við segjum. Það sem skiptir máli er að við náðum [Osama] bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann.“ Clinton hefur hins vegar kallað árásina hatursglæp gegn hinsegin fólki. Það hefur Trump ekki gert. „Leiðtogar okkar eru veikir. Ég sagði að þetta myndi gerast og þetta mun einungis versna. Ég er að reyna að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir næstu árás. Við höfum ekki efni á pólitískri rétthugsun núna,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni í fyrrinótt.Hillary ClintonTengsl árásarmannsins, Omars Mateen, við hryðjuverkasamtök eru óljós. Heimildir CNN herma að Mateen hafi verið yfirheyrður af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna hugsanlegra tengsla við hryðjverkahópa og fullyrða að hann hafi svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í símtali við neyðarlínuna á sunnudag. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en skotárásir eru tíðar í landinu. Alls voru rúmlega 350 skotárásir þar sem fleiri en fjórir eru skotnir í Bandaríkjunum á síðasta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, hefur kallað eftir því að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, kalli árásina hryðjuverk róttækra íslamista“. Repúblikanar hafa kallað eftir því að demókratar noti slíka skilgreiningu á hryðjuverkum undanfarin misseri.Donald TrumpVísir/AFPClinton sagði hins vegar að skilgreiningar skiptu ekki máli í viðtali á CNN í gær. „Mér finnst meiru máli skipta hvað við gerum en hvað við segjum. Það sem skiptir máli er að við náðum [Osama] bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann.“ Clinton hefur hins vegar kallað árásina hatursglæp gegn hinsegin fólki. Það hefur Trump ekki gert. „Leiðtogar okkar eru veikir. Ég sagði að þetta myndi gerast og þetta mun einungis versna. Ég er að reyna að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir næstu árás. Við höfum ekki efni á pólitískri rétthugsun núna,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni í fyrrinótt.Hillary ClintonTengsl árásarmannsins, Omars Mateen, við hryðjuverkasamtök eru óljós. Heimildir CNN herma að Mateen hafi verið yfirheyrður af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna hugsanlegra tengsla við hryðjverkahópa og fullyrða að hann hafi svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í símtali við neyðarlínuna á sunnudag. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en skotárásir eru tíðar í landinu. Alls voru rúmlega 350 skotárásir þar sem fleiri en fjórir eru skotnir í Bandaríkjunum á síðasta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent