„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 15:12 Regnbogafána hinsegin fólks og bandaríska fánanum er flaggað í hálfa stöng við Ráðhús Reykjavíkur til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. mynd/reykjavíkurborg Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50