„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 15:12 Regnbogafána hinsegin fólks og bandaríska fánanum er flaggað í hálfa stöng við Ráðhús Reykjavíkur til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. mynd/reykjavíkurborg Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50