Blaðamaður Moggans um EM-umfjöllun Símans: „Þetta er bara lélegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 11:13 „Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira