Ný stikla fyrir leikinn var kynnt í dag og þar er áherslan lögð á The Journey sem nefna mætti Ferðalagið. Þar er fylgst með ungum og upprennandi leikmanni og leið hans upp á topp knattspyrnuheimsins.
Mikið virðist vera lagt í þetta og ljóst að EA Sports virðist vera að prófa eitthvað nýtt til að hressa upp á FIFA-seríuna. Þá munu knattspyrnustjórar liðanna einnig birtast á hliðarlínunni og því munu menn eins og José Mourinho og Pep Guardiola birtast í leiknum í fyrsta sinn.
Óvíst er nákvæmælega hvaða áhrif Ferðalagið eða nærvera knattspyrnustjóranna mun hafa áhrif á spilun leiksins en ljóst er að EA Sports virðist vera að stefna á að gera leikinn persónulegri en fyrri leiki.