Íslenskir stuðningsmenn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 22:00 Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22